Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 69

Andvari - 01.01.1948, Page 69
ANDVARI Um fiskirækt í Bandarikjunum 65 að ögn af vatni sezt undir yztu húð þeirra, en að því loknu þola þau betur alla meðhöndlun. Til þess að gera lítið af svilum nægir til þess að frjóvga lirogn einnar hrygnu. Víða á klakstöðvum er það siður að taka hrygnurnar aftur til með- ferðar einum til tveimur dögum eftir að meiri hluti hrognanna hefur verið tekinn úr þeim. Sérstaklega er þetta gert, ef um lax er að ræða. Næst oft dálítið af hrognum í þessari síðari atrennu. Er það og eðlilegt, því að þegar fiskurinn hrygnir á sinn eðlilega hátt í ánni, gerist það á mörgum dögum, eða rétt- ara sagt nóttum, því að yfirleitt er sá tími valinn til þess. Að sjálfsögðu er þess vandlega gætt, að íiskarnir verði ekki fyrir hnjaski, áður þeim er aftur sleppt í vatn eða sjó, eftir að búið er að ná lir þeim hrognum og svilum. Klaklaxinn er of verðinætur fyrir l'iskistofninn til þess, að honum megi tor- tíma að óþörfu. En það er bábilja ein, sem sumir hafa trúað, að laxinn drepist að loknu klaki, og hefur heimska þessi og vanþekking stundum leitt til þess, að menn hafa drepið klak- I: xinn. Slíkt má alls ekki eiga sév stað. I’egar hrognin liafa staðið nokkra stund, eru þau vandlega skoluð. Þess er gætt i sainbandi við þvottinn að taka frá öll brotin hrogn, ef einhver eru. Þetta er mjög áríðandi, því að brotnu hrognin eru hinum afar skaðleg og mega því alls ekki lenda með þeim. Ein aðalástæðan fyrir brotnum hrognum er harkaleg meðferð á hrygnunum. Þá eru hrognin mæld og talin með sem mestri nákvæmni. Ýmsar aðferðir eru við það, en út í það verður ekki farið hér. Þessi fyrsta talning er all- mikilvæg, því að á henni byggjast að miklu levti skýrslur þær, sem stöðvarnar halda. Þá er komið að þvi, að hrognin séu sett í klakkassana. Fer það eftir stærð kassanna, vatnsinagni því, sem í gegnum þá rennur o. fl„ hversu mikið er í þá látið. Gerðir klakkassanna eru nokkuð margar, en í höfuðatriðum hinar sömu. Kassar svipaðir þeim, sem notaðir eru liér á landi, eru þó yfirleitt úr sögunni. Aðrir léttari, þægilegri og rúmbetri hafa komið í stað- uin. Botn hrognakassanna er oftast þannig gerður, að þegar seiðin koma úr hrognunum, fara þau niður í gegnuin hann

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.