Andvari - 01.01.1928, Page 8
6
Jón Magnússon
Andvari
Systkin Jóns Magnússonar eru Sigurður prófessor og
yfirlæknir á Vífilsstöðum, Ingibjörg ekkja síra Björns
Björnssonar í Laufási og Sigríður hjúkrunarkona á
Vífilsstöðum.
Síra Magnús Jónsson, faðir Jóns Magnússonar, var
aðstoðarprestur í Múla hjá síra Skúla Tómassyni, þegar
J. M. fæddist. Hann var fæddur í Kristnesi í Eyjafirði
1828, og vígðist aðstoðarprestur að Múla 1857. Sum-
arið 1860 fékk síra Magnús veitingu fyrir Hofi á Skaga-
strönd og fluttist þangað þá þegar. Þ. 6. ágúst 1868
var honum veittur Skorrastaður í Norðfirði, og mun
hafa fluzt þangað vorið eftir. Jón Magnússon hefir því
átt heimili að Skorrastað frá því er hann var 9 ára og
þar til er hann fór í skóla. A sumrum var hann og þar
eystra hjá foreldrum sínum á skólaárunum.
Arið 1883 fékk síra Magnús Laufásprestakall og var
þar til æfiloka. Hann var atkvæðamestur forvígismaður
bindindismálsins hér á landi, áður en Qóðtemplarareglan
tók hér til starfa, og varð þjóðkunnur maður fyrir það.
Hann andaðist í Laufási 19. marz 1901. En frú Vilborg
lifði eftir það mörg ár og andaðist háöldruð í Reykja-
vík hjá J. M. syni sínum.
, Jón Magnússon kom í Reykjavíkur »lærða
amsar. gjrájg*. haustið 1875. Alla sína skólatíð
dvaldist hann hjá Jóni Þorkelssyni rektor. Kona hans,
frú Sigríður, var systir síra Magnúsar, föður Jóns. —
J. M. var þar að öllu sem í foreldrahúsum. Frúin, sem
var hin mesta ágætiskona, reyndist honum eins og góð
móðir, og rektor þótti líka vænt um hann. Enda var
hann hið efnilegasta ungmenni, hugljúfi hvers manns,
háttprúður með afbrigðum og námsmaður í bezta lagi,
nokkurn veginn jafn-stálsleginn í öllum fræðigreinum.
Hann var glaðlyndur og jafnlyndur, fremur fáskiftinn,