Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 12
10
]ón Magnússon
Andvari
Bæjarfógeti. þvj embætti hélt hann til ársbyrjunar 1909,
er hann varð bæjarfógeti í Reykjavík.
Lögreglustjórn var þá sameinuð bæjarfógeta-embættinu,
og starfið var mikið. En hann hafði fyrirtaksmenn sér
til aðstoðar. Agætur lögfræðingur hefir sagt mér, að
hann hafi verið beztur dómari landsins á sínum tíma.
Um það get eg að sjálfsögðu ekkert sagt, og mér kem-
ur ekki til hugar að fara út í neinn mannjöfnuð í því
efni. En enginn ágreiningur virðist um það vera, að
Jón Magnússon hafi verið með allra lærðustu lagamönn-
um og beztu dómurum sinnar tíðar. Dómar hans voru
prýðilega samdir, stuttir og gagnorðir. A það álit, sem
á honum var, bendir eftirfarandi frásögn Indriða Ein-
arssonar, sem stóð í grein í »Morgunblaðinu«, að J. M.
nýlátnum: »Þegar Jón Magnússon var orðinn bæjarfó-
geti, kvað að jafnaði við í stjórnarráðinu um hvert vafa-
mál: »Hvað ætli Jón Magnússon segi um það?« Ótal
sinnum var hann spurður, svo stjórnin fékk að vita,
hvað hann sagði«.
Hann var mildur maður og milt yfirvald, fullur af
sanngirni og mannúð. Síðustu vikurnar, sem hann lifði,
var hann að hugsa um að semja ritgerð um tilhneiging
nútímans til fráhvarfs frá harðneskjunni í löggjöf og
réttargæzlu. Hann var byrjaður á þeirri ritgerð, en
honum entist ekki aldur til þess að ljúka við hana.
J. M. sat á þingi sem fulltrúi Vestmannaeyja
mgmens a. ^ þá varð hann þingmaður Reyk-
víkinga, og var það til 1919, er hann náði ekki kosn-
ingu, og mun ítarlegar minst á það síðar. Hann hafði
sig ekki mikið í frammi í þingsalnum, áður en hann tók
við stjórninni, talaði fremur sjaldan og stutt, og einkum
um algerlega lögfræðileg atriði. En í nefndum þótti
hann afbragðsmaður, og fyrir þau kynni, sem þingmenn