Andvari - 01.01.1928, Page 20
18
Jón Magnúseon
Andvari
búinn undir þessa samninga 1918 en hann hafði verið
1907, að eg nú ekki tali um áður, bæði hér heima og
í Danmörk. Oss var orðið miklu ljósara en áður, hvers
vér ættum að krefjast. Og Danir voru farnir að skilja
sjálfstæðiskröfur vorar miklu betur en áður, enda hafði
umturnunin, sem ófriðurinn mikli hafði í för með sér,
vafalaust haft áhrif á hugi þeirra. Samt er það ekkert
vafamál, að umræðurnar, sem fóru fram hér um samn-
ingatímann, á fundum nefndanna og utan þeirra, skýrðu
mjög málið fyrir dönsku nefndarmönnunum.
Samningarnir hófust á því, að íslenzku
Grundvollur nefncjarrnennirnjr lögðu fram skjal um það,
^rTTslands3 *hver se se Srundvöllur, er Alþingi og
hálfu. íslenzka þjóðin vill byggja á samninga um
samband íslands og Danmerkur*. Um það
er farið þeim orðum í skjalinu:
»Vér lítum svo á, að ísland sé að lögum (de jure) í
sambandi við Danmörku um konunginn að eins, og að
hann sé enn einvaldur um öll mál landsins, þau er
stjórnarskipunarlög vor, stjórnarskrá 5. jan. 1874, stjórn-
arskipunarlög nr. 16, 3. okt. 1903 og nr. 12, 19. júní
1915 taka eigi yfir«.
Þessar kröfur styðja þeir með eftirfarandi röksemdum:
»íslenzka þjóðin hefir ein allra germanskra þjóða
varðveitt hina fornu tungu, er um öll Norðurlönd gekk
fyrir 900—1000 árum, svo lítið breytta, að hver íslenzk-
ur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar
bókmentafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og
annara Norðurlandaþjóða. Með tungunni hefir sérstakt
þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveizt.
Og með tungunni hefir einnig meðvitundin um sérstöðu
landsins gagnvart frændþjóðum vorum ávalt lifað með
þjóðinni. Þessi atriði, sérstök tunga og sérstök menning,