Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 21
Andvari
Jón Magnússon
19
teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til full-
komins sjálfstæðis. Framfarir þær, er íslenzka þjóðin
hefir tekið á síðustu áratugum bæði í verklegum og and-
legum efnum, hafa og stórum aukið sjálfstæðisþarfir
hennar, og þá jafnframt eðlilega eflt sjálfstæðisþrá henn-
ar, og hún er sannfærð um það, að fullkomið sjálfstæði
er nauðsynlegt skilyrði til þess, að hún fái náð því tak-
marki í verklegum og andlegum efnum, sem hún keppir að«.
]afnframt láta nefndarmenn þess getið, að þeir líti svo
á, sem »ótiltækilegt sé að gera samninga um réttarsam-
band landanna á öðrum grundvelli en hinn lagalegi og
siðferðilegi réttur, er vér höfum vikið að, bendir til að
vorri skoðun, og sjálfstæðisþarfir þjóðarinnar krefja.
Sambandssamningar á öðrum grundvelli mundu eigi full-
nægja íslenzku þjóðinni, verða báðum aðiljum sambands-
ins óánægjuefni og leiða fyrr eða síðar til sambandsslita«.
Þeir fara því fram á það, að samningar verði gerðir
á þeim grundvelli einum, »að Island verði gert fullvalda
ríki og verði því í þjóðréttarlegu sambandi við Dan-
mörku með þeim hætti, að sameigið mál beggja ríkja sé
að eins konungur og konungserfðir*. Og þeir láta þess
getið, að samningar, sem kynnu að takast um sameigin-
lega meðferð einhverra mála um stund, megi ekki hagga
þessum grundvelli.
Dönsku nefndarmennirnir lögðu nú fram
Afsiaða annað skjal, og af því skjali er það ber-
dönsku sýnilegt, að það var ekkert smáræði, sem
mannanná til a milli bar 1 uPPbafi samninganna. Þeir
málsíns. ieiia si2 2eia ia2t fyrir dönsku stjórnina
og ríkisþingið það, er nú skal greina:
»ísland og Danmörk eru frjáls 03 sjálfstæð ríki, sem
eru sameinuð með sameiginlegu konungsvaldi og sam-
eiginlegum ríkisborgararétti og hafa gert samning um