Andvari - 01.01.1928, Síða 28
26
Jón Magnússon
Andvari
áfengismálið hefði orðið stjórn Jóns Magnússonar að
falli. Naumast þarf að taka það fram, að það var ekk-
ert annað en heilaspuni. ]. M. hafði nákvæmlega sömu
stefnu í því máli eins og eftirmaður hans, Sigurður
Eggerz. Hann var bannmaður að sannfæring, og hann
tók það oftar en einu sinni fram við mig, að hann teldi
vel kleift að fá bannlögum framfylgt svo sæmilega, að
ómetanlegt gagn yrði að þeim, en að til þess þyrfti fé,
sem ekki hefði verið veitt.
Eg hefi bent á, hvert traust Alþingi sýndi
J. M. lands- Magnússyni fáum mánuðum eftir
þingmaður kosningaósigur hans í Reykjavík. Svipað
er að segja um þjóðina eins og þingið.
Sumarið 1922, fáum mánuðum eftir að hann lét af
stjórnarstörfum, fór landskjör fram. Þá var ]. M. kosinn
með hæstri atkvæðatölu, þeirra, sem í kjöri voru.
Og enn átti það að falla í hans hlutskifti
J.M.myndar ag mynda nýja stjórn. Það var á þingi
enn stjorn. jg^zj. Heimastjórnarflokkurinn leið þá
undir lok og íhaldsflokkurinn var stofnaður af 20 þing-
mönnum. Það sýndi sig þá enn, að enginn gat fengið
nægilegt fylgi til þess að mynda stjórn — að minsta
kosti enginn þeirra, sem til þess voru fáanlegir — ann-
ar en ]ón Magnússon. Flokkurinn var ekki nægilega
mannmargur til þess að ráða yfir meiri hluta atkvæða,
en hlutleysisyfirlýsing fékst frá Sjálfstæðismönnum, a. m.
k. sumum. Hinir ráðherrarnir urðu Magnús Guðmunds-
son og ]ón Þorláksson. Sú stjórn fór með völdin, þar
til er ]. M. andaðist.
Af samtali við ]. M. skömmu fyrir andlát
Þreyta. jjang hefi eg sérstaka ástæðu til að ætla,
að hann hafi að lokum verið orðinn mjög þreyttur mað-
ur, enda hafði hann int af hendi afar mikið starf, og