Andvari - 01.01.1928, Page 32
30
]ón Magnússon
Andvarii
liggja í augum uppi, að þar væri farið með fjarsfæður.
»Eg minnist á það á þingi«, sagði hann stundum, ef
hann var spurður, hvort honum fyndist ekki rétt að einu
eða öðru af slíku tægi væri andmælt, eða ummælin leið-
rétt. Og svo lét hann þau flakka afskiftalaus. »Þeir eru
alt af að tuggast á því, að eg sé enginn skörungur*,
sagði hann einu sinni við ritstjóra þessa blaðs, er
hann kom inn til hans, og lagði um leið brosandi
frá sér blað, sem hann var að lesa. »En hvenær
hef eg sagzt vera skörungur, og hvað ætla þeir með
skörung að gera?« bætti hann við. — Þessa tals um
vöntun á skörungsskap hjá ]óni Magnússyni verður
enn vart í eftirmælagreinum um hann í blöðunum. Eu
hver hefir verið atkvæðamesti maðurinn hér á landi
á síðustu árum? Hver hefir ráðið mestu, — hver verið
ráðríkastur? Er það ekki einmitt þessi maður, sem mest
er brugðið um vöntun á skörungsskap? Hann hefir nú
endað æfiskeið sitt svo, að hann hefir skotið öllum skör-
ungum landsins aftur fyrir sig. Hann hefir ekki gert það
með oflætisfullri framkomu, ekki með ofbeldi, ekki með
því, að fá hlaðið á sig lofi, heldur með yfirburða vits-
munum samfara fágætri samvizkusemi í öllum störfum
og sanngirni á allar hliðar. Sannleikurinn er sá, að Jón
Magnússon var maður fastur fyrir, kappsfullur ef því var
að skifta, og kjarkmaður miklu meiri en ýmsir þeir,
sem mikið berast á. Honum var ekki létt um mál. En
samt var því svo varið, að í orðasennum á alþingi fór
hann aldrei halloka fyrir neinum. Starfsmaður var hann
mikill og fljótur að skilja hvert mál, þótt hann færi sér
oft hægt, er hann skyldi láta uppi álit sitt á því. Öllum
mönnum, sem með honum unnu, var vel til hans, og
yfirleitt var hann vinsæll maður og mikilsvirtur af al-
menningi, bæði nær og fjær«.