Andvari - 01.01.1928, Page 38
36
Þingstjórn og þjóðstjórn
Andvari
Sviss. Þar er hin forngermanska stjórnartilhögun enn í
gildi. Allir fullorðnir karlmenn koma þar saman vopnaðir
nokkurum sinnum á ári, og á þeim fundum er öllum mál-
um ríkjanna ráðið til lykta. Þessi ríki eru svo smá og
stjórnmálalíf þeirra svo óbrotið, að þau geta ekki orðið
tekin til fyrirmyndar í hinum stóru ríkjum nútímans. En
hin forngermanska tilhögun, að láta borgarana sjálfa hafa
úrslitaatkvæði um öll hin mikilvægari mál, er óðum að
ryðja sér til rúms meðal þingræðisþjóða, og hún þykir
gefast svo vel, að vert er að gefa henni gaum, ekki
sízt fyrir oss íslendinga, úr því að rætt er um að gera
breytingar á stjórnarskrá vorri.
Vmsar leiðir hafa verið farnar til þess að tryggja völd
kjósenda, svo sem málskot (Referendum). Það er að
segja, þjóðin er látin greiða atkvæði um lög, sem þingið
hefir samþykkt, eins og t. d. hér á landi um sambands-
lögin 1918, þ. e. almenn þjóðaratkvæðagreiðsla, er stjórnin
lætur fara fram um mál, áður en þingið hefir samþykkt
þau, sbr. atkvæðagreiðsluna um bannlögin 1908. Þó hafa
kjósendur í sumum löndum rétt til að heimta atkvæða-
greiðslu um mál, þó að stjórnin sé þeim andvíg, og ef
nægilegur meiri hluti fæst, er hún skyld til að leggja
þau fyrir þingið. Loks er afturköllunarréttur kjósanda.
Ef þingmaðurinn kemst í andstöðu við meira hluta kjós-
enda sinna, geta þeir neytt hann til að segja af sér.
Sama vald hafa þeir einnig suinstaðar gagnvart borgara-
legum embættismönnum, eins og síðar verður sýnt.
Frakkland var fyrsta land Norðurálfunnar, sem tók
málskot í stjórnarskrá sína. Ahrifin frá Rousseau og
Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem mótuðu svo margar
af ákvörðunum stjórnarbyltingarinnar, settu einnig mark
sitt á frönsku stjórnarskrána frá 24. júní 1793, frjáls-
lyndustu stjórnarskrá, sem nokkuru sinni hefir verið