Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1928, Side 39

Andvari - 01.01.1928, Side 39
Andvari Þingstjórn og þjóÖstjórn 37 samin. í henni var málskot lögleitt við öll mikilvæg mál, og þó að hún kæmist aldrei í framkvæmd, þá hafði hún þó þá þýðingu að koma þessari hugsjón út um heiminn. í Frakklandi hefir þjóðaratkvæðagreiðsla oft verið notuð til þess að ráða stórmálum til lykta. Þannig voru stjórn- arskrár þjóðstjóranna, ræðismannanna og Napóleons fyrsta og þriðja samþykktar með almennri atkvæða- greiðslu kjósenda í landinu. í Sviss, hinu gamla móðurlandi þjóðstjórnarinnar, hefir málskot lengi verið notað í ýmsum myndum, en í stjórn- arskrá svissneska sambandsríkisins frá 29. maí 1874 er það fyrirskipað við stjórnarskrárbreytingar. Auk þess verður að bera öll lög, sem sambandsþingið hefir sam- þykkt, undir atkvæði þjóðarinnar, ef 30000 kjósendur, eða 8 af 25 fylkjum í sambandinu, krefjast þess. Ef meiri hluti greiddra atkvæða er á móti lögunum öðlast þau ekki gildi, enda þótt þingið hafi samþykkt þau í einu hljóði. Málskot hefir einnig verið lögleitt í öllum fylkjunum, og í sumum er það fyrirskipað í öllum mál- um, hvort sem kjósendur æskja þess eða ekki. I sum- um fylkjum hafa kjósendur einnig frumkvæði að málum. Ákveðinn hluti þeirra getur neytt þingin til að taka mál til meðferðar, hvort sem þau vilja eða ekki. Sú hefir orðið raunin á, að við þjóðaratkvæðagreiðslu hafa málin oft fengið önnur lok en í þinginu. Hvað eftir annað hefir þjóðin fellt lög, sem þingið hafði samþykkt, og engu síður frjálslynd lög en íhaldssöm. En yfirleitt má segja, að málskotið hafi unnið á móti illa undirbúnum lögum og flaustri í afgreiðslu þingmála. Þetta hefir leitt til þess, að meiri festa hefir verið í svissneskri löggjöf, en í flestum nágrannalöndum. Það má segja svo, að nálega allur hinn menntaði heimur hafi fylgzt vel með því, sem gerzt hefir í Sviss, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.