Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 45
íAndvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
43
varð fyrst til þess. Árið 1778 var frumvarp að stjórnar-
skrá, er þingið hafði samið, fellt við þjóðaratkvæða-
greiðslu, og tveimur árum síðar samþykktu kjósendur þá
stjórnarskrá, sem með nokkurum viðaukum er í gildi enn
þann dag í dag. Síðan hafa flest stórmál verið borin
undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls hafa 62 mál verið
borin undir dóm þjóðarinnar síðan 1780 og af þeim
voru 40 samþykkt, en 22 felld, með öðrum orðum, að í
fullum þirðjungi þessara mála höfðu kjósendur aðra skoð-
un en fulltrúar þeirra á þingi.
Málskot þefir síðan verið lögleitt í ýmsum myndum í
fylkjunum. Oregon hefir gengið lengst þeirra allra í því
að koma á beinni þjóðstjórn. Þar geta kjósendur sjálfir
samþykkt lög, án þess að leggja þau fyrir þingið. Ef 8°/o
kjósendæ krefst þess, er stjórnin skyldug að bera frum-
varpið undir þjóðaratkvæði, og ef það fær 10°/o meira
hluta verður það að lögum, þó að þingið hafi aldrei haft
það til meðferðar. Á þennan hátt er hægt að breyta
stjórnarskránni, án þess að spyrja þingið um.
Lengra verður varla komizt í áttina til beinnar þjóð-
stjórnar, og ekkert annað fylki hefir tekið sér þessa til-
högun til fyrirmyndar, en öll nota þau málskot í ein-
hverri mynd. Það eru nokkuð mismunandi ákvæði um,
hve mikinn hluta af kjósendum þurfi til þess að krefjast
þess, að lög frá þinginu séu borin undir þjóðaratkvæði,
eða þingið skyldað til að taka mál til meðferðar eftir
frumkvæði kjósenda. Tölurnar eru þó alstaðar lágar.
Nokkuru fleiri kjósendur þarf til þess, að heimta að
þjóðkjörinn embættismaður víki úr embætti. Nálega allir
þeir menn, sem kosnir hafa verið í embætti eða virð-
ingarstöður, geta verið sviftir þeim aftur með atkvæða-
greiðslu. Þessi aðferð hefir þó lítið verið notuð, nema í
einstaka ríkjum, og reynslan virðist sýna, að embættis-