Andvari - 01.01.1928, Side 47
cAndvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
45
eru flestir kosnir í Ameríku, en ekki skipaðir af stjórn-
unurn. Þetta er gert til þess að spara kostnað við at-
kvæðagreiðsluna. Gegn þessu hefir risið upp mikil mót-
spyrna á síðustu tímum. Menn segja, sem satt er, að
hætta sé á því, að æsingar þær, sem jafnan fylgja kosn-
ingum, muni oft villa kjósendum sýn, einkum þar sem
Hokkaskipting er mjög ákveðin, og því sé bezt, að láta
þjóðaratkvæðagreiðslu vera algerlega óháða öllum kos-
mingurn. Þá muni hún sýna betur hinn sanna vilja kjós-
endanna. Um fram allt ætti hún aldrei að fara fram
jafnhliða þingkosningum. Af sparnaðarástæðum hefir hún
þó víða farið fram um leið og þingmenn hafa verið kosnir.
Það má segja, að í nálega öllum fylkjum Bandarík-
janna hafi málskotið komið í veg fyrir hlutdrægni í lög-
gjöfinni. Til dæmis hafa þingin í ýmsum af vesturfylkjun-
um gefið gróðafélögum sérréttindi til þess að nota vatns-
afl, en þau lög hafa oft verið borin undir kjósendur,
og þá jafnan felld. Víða hafa einnig með þjóðaratkvæða-
greiðslu verið tekin af einstökum mönnum, eða hluta-
félögum, réttindi til þess að reka gas- og rafmagns-
stöðvar eða vatnsveitur, og þau fengin í hendur bæja
og sveita félögum. Allir menn kannast við atkvæðagreiðsl-
ur um vínveitfngaleyfi, bæði í Bandaríkjunum og Kanada,
en í fjöldamörgum öðrum málum hafa kjósendur verið
látnir kveða upp dóm yfir samþykktum þinganna. Skulu
kér tilfærð nokkur dæmi.
A vesturströnd Norður-Ameríku er laxveiði mikilvæg
atvinnugrein. Nú hafði þingið í einu ríki samþykkt lög,
sem heimiluðu þeim mönnum, sem stunduðu netjaveiðar
neðan til við árnar, svo víðtæk veiðiréttindi, að segja mátti,
að öll veiði ofan til í ánum væri eyðilögð. í öðru ríki
voru aftur á móti samþykkt lög, sem næstum því bönn-
mðu netjaveiði, til þess að efla hag þeirra, er stunduðu