Andvari - 01.01.1928, Page 50
48
Þingstjórn og þjóðstjórn
Andvari
ina t. d. greiða atkvæði um Títansérleyfið. Mundu kjós-
endur allra þingmanna, er greiddu atkvæði með því
staðfesta gerðir fulltrúa sinna?
Við þingkosningar kemur margt til greina, sem ekki
á sér stað við málskot. Fyrst og fremst flokksfylgið.
Flokkarnir skipa sér vanalega um nokkur stór stefnu-
skrármál, en engu að síður getur oft farið svo, að hin
mikilvægustu mál eru ekki flokksmál, sbr. Títanmálið.
Auk þess ráða vinsældir og persónuleg áhrif frambjóð-
andans oft úrslitum við þingkosningar. Vér vitum, að hér
á landi hafa margir þingmenn átt kosningu sína að
þakka persónulegum vinsældum, en ekki stjórnmálastefnu
eða hæfileikum. Þá er það einnig víst að málskot og
frumkvæðisréttur hafa menntandi og þroskandi áhrif á
kjósendurna. Þeir vita, að hvenær sem verða vill, er
kallað á þá, til þess að skera úr mikilvægum vandamál-
um. Þeir munu því kosta kapps um að fylgjast vel með
málunum og hugsa vel um þau, er þeir finna til þeirrar
ábyrgðar, er á þeim hvílir.
Hér á landi ræður þjóðin sízt meira en í nágranna-
löndunum. Þó að kosningaréttur sé rúmur, þá er þó í
rauninni fámennisstjórn hér á landi, fremur en víða
annarstaðar. Völd flokksforingjanna á alþingi fara vax-
andi ár frá ári, og þó að þingmenn tali um þjóðarviljann,
þá virða þeir hann að vettugi milli kosninga. Þingmála-
fundir eru að sönnu haldnir, en þeir eru strjálir og fá-
mennir, og auk þess er vanalega svo um hnútana búið,
að þingmennirnir ráða því, hvaða tillögur eru samþykktar.
Þessir fundir sýna því ekki vilja kjósenda nema að ör-
litlu leyti.
Alþingi er ekki feimið við að beita valdi sínu. Það
ræður fjölda stórmála til lykta, án þess að. spyrja nokkuð
um vilja kjósenda. Má benda t. d. á Spánarsamningana.