Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 52
50
Þingstjórn og þjóðstjórn
Andvari
reynslu við alþingiskosningar undanfarandi ára er
ekki unnt að búast við því, að meira en 60—70°/o
kjósenda taki þátt í atkvæðagreiðslunni.
Þetta ákvæði mætti ef til vill einnig gilda um
fáein önnur stórmál, en út í það skal ekki farið
frekara að sinni.
Jafnframt á að fella burtu ákvæðið um, að þing-
rof og nýjar kosningar þurfi við stjórnarskrár-
breytingar.
2. Þegar þriðjungur þingmanna krefst þess, er stjórnin
skyldug að fresta því, að fá konungsstaðfestingu á
lögum, eða fresta framkvæmd þeirra í þrjá mánuði
eftir að þingið hefir samþykkt þau. Ef sjöundi hluti
kjósenda krefst þess, innan þess tíma, að þau séu
borin undir atkvæði þjóðarinnar, er stjórnin skyldug
að láta gera það innan tveggja eða þriggja mánaða.
Ef % greiddra atkvæða, eða 42*>/o allra kjósenda
í landinu, er á móti lögunum, falla þau úr gildi og
þingið má ekki samþykkja þau aftur á því kjör-
tímabili.
Sumum mun þykja það of mikið, að áskoranir
frá sjöunda hluta kjósenda þurfi til þess, að þjóðar-
atkvæðagreiðsla skuli fara fram, en því er til að
svara, að Islendingar hafa náð tiltölulega miklum
pólitískum þroska, þeir eru allir læsir, kaupa mikið
af blöðum og fylgjast yfirleitt vel með því, sem
gerist á alþingi. Símasamband er um mestan hluta
landsins og tiltölulega auðvelt fyrir þingmenn, sem
staddir eru í Reykjavík, að ná sambandi við kjós-
endur sína út um land.
Nú verða kjósendur, eftir núgildandi kosninga-
lögum, innan skamms um 49000, og ef sá þrið-
jungur þingmanna, sem er andvígur einhverju frum-