Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 56
Andvari
Flugferðir.
Frá alda öðli hafa menn látið sér detta í hug og
langað til að fljúga. Þeir hafa reynt það líha, þó að
þeim hafi ekki tekizt það, fyrr en á þessari öld.
Tilraunir til flugs voru framan af á því byggðar, að
nota vöðvaorkuna sem hreyfiafl, en allar þess háttar
tilraunir mistókust og vanalegast missti sá, sem tilraun-
ina hafði gert, í tilbót lífið. Það er ekki fyrr en á
seinna hluta síðustu aldar, að menn verða ásáttir um
það, að harla ólíklegt sé, að manninum takist, með
vöðvaorku sinni eingöngu, að hefja sig með þunga sín-
um á lopt upp og halda sér þar svífandi. Eftir þetta
snúast tilraunirnar til betra vegar, og mönnum tekst að
hagnýta sér vindorkuna til flugs. Þetta er spor í áttina,
þó að flug, eingöngu byggt á vindorkunni, sé enn ekki
annað en íþróttagrein. Það er ekki fyrr en tekizt hefir
að búa til fullkomnar bifvélar, að verulegt skrið kemur
á framfarir í flugi. Síðan hefir ekki heldur verið lát á
þeim, og nú er svo komið, að flugvélar má telja jafn-
örugg samgöngutæki sem skip og járnbrautarlestir, en
þær hafa þó þann kost fram yfir þau, að vera mörgum
sinnum hraðari í ferðum.
Eins og menn muna voru flugvélar notaðar mikið til