Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 60
58
Flugferðir
Andvari
sínu, þangað til flugvéiin er komin í lopt upp; eftir það
má hann hreyfa sig í herberginu. Frá sætinu hefir hann
ágæta útsjón, yfir landið fyrir neðan hann, út um glugga,
sem er við hvert sæti. Að vetrarlagi er klefinn hitaður
upp, svo að ekki þarf hann að kvíða kulda. Eins er
hann bundinn við sætið, meðan á lendingu stendur.
Hann er vátryggður, meðan á ferðinni stendur, fyrir 25
þúsund mörkum, gegn slysum, er hann bíði bana af eða
hljóti örkumsl, en fyrir 25 mörkum á dag, þar til er
hann er orðinn heill heilsu, ef hann meiðist minna.
Hverjum farþega er þó heimilt að vátryggja sig hærra,
og getur sá gert það, er vill, á flugvellinum. í öllum
stærri flugvélum eru snyrtiklefar og á millistöðvum öll-
um á þessari Ieið (Hannover og Amsterdam) er hægt
að fá hressingar og mat. Maðurinn kemur til Lundúna
eftir 8 tíma ferð.
Það sést af þessu, að flugfarþegum líður fullt eins
vel og þeim, sem með járnbrautarlestum ferðast, og
betur en flestum, sem á sjó fara, því að flugfarþegar
eru lausir við óþægindi þau, er sjóveiki fylgja. Einn
ókost má þó telja, sem flugvélar hafa, en það er hávað-
inn frá bifvélunum, sem er svo mikill, að ókleift er far-
þegum að halda uppi samræðum; þó hefir flugvélaverk-
smiðja ein í Þýzkalandi reynt að ráða bót á þessu; út-
bjó hún eina vél þannig, að vel mátti talast við í far-
þegaklefunum, án þess að hækka málróminn.
Þá er næst að athuga öryggi farþega. Því hefir al-
mennt verið haldið fram og er sjálfsagt enn, að flug-
vélar væru ótryggustu farartækin. Stafar þetta af þeim
aragrúa flugslysa, sem orðið hafa og verða enn þann
dag í dag. Eins hafa verið samdar skýrslur, er sýna, að.
meðalaldur flugmanna sé rúm fimm ár. Þessar skýrslur
eru sjálfsagt réttar, en það er rangt að vitna í þær,