Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 68
66
Flugferðir
Andvari
stendur til, að fullgerð sé akbrautin, sem nú er unnið að
milli Borgarness og Akureyrar. Ferðin mun þá taka um
16 tíma. Ber ekki loptleiðin einnig af þessari, þó að
hún yrði ef til vill eitthvað dýrari (það er þó efasamt),
eða erum vér Islendingar ekki meiri starfsþjóð en svo,
að við lítum ekki á verðmæti tímans?
Við skulum athuga í milli hvaða staða gæti komið til
mála að fljúga. Auðvitað yrði Reykjavík þungamiðja
samgöngunetsins, en þaðan yrðu svo fastar ferðir til
þessara staða, að minnsta kosti: Akureyrar, Siglufjarðar,
Isafjarðar, Vestmannaeyja og Seyðisfjarðar. Auk þess
væri sjálfsagt að hafa fastar og iðulegar ferðir til Þing-
valla, Borgarfjarðar og þeirra staða annarra, sem ferða-
mannastraumurinn leitar helzt til. Þegar litið er á það,
að á síðustu árum hafa milli 10 og 12 þúsund manns
farið frá Reykjavík til Þingvalla sumarmánuðina þrjá, og
að umferðin mundi aukast að stórum mun með bættum
samgöngum, enn fremur á það, að öll farþegarúm á
skipum, sem sigla milli hafna hér á landi á sumrum,
eru að jafnaði lofuð fyrir fram, sést það, að full þörf
er á flugsamgöngum. Við því má líka búast, að flug-
samgöngur auki stórum straum útlendra ferðamanna
hingað, en þeir hafa, eins og kunnugt er, átt við afar
erfið kjör að búa hingað til. Ef unnt er að koma flug-
samgöngum hér svo fyrir, að flugfarþegum verði boðin
sæmileg kjör, er því sízt að óttast, að ekki verði nóg
verkefni handa flugvélunum. Hér skal nú reynt að sýna
fram á, að þetta er tiltækilegt.
Dr. Alexander jóhannesson leitaði og fekk tilboð frá
»Deutsche Luft-Hansa« um að gera tilraunaflug hér á
landi síðastliðið sumar (Morgunblaðið 17. maí 1927).
Tilboðið skal ekki rakið hér nákvæmlega, en Þjóðverjar
buðust til að lána hingað flugvél og senda með henni