Andvari - 01.01.1928, Page 70
68
Flugferðir
Andvari
þá eru á því mestar líkar, að fargjöld lækki að mun
með tímanum. Sömuleiðis má ætla, að þetta tilboð frá
»Deutsche Luft-Hansa* sé talsvert félaginu í vil, og
ekki er heldur í því gert ráð fyrir stuttu ferðunum, sem
hér voru nefndar að framan, og þó má búast við því,
að þær verði arðberandi. Aður en til framkvæmda
kemur, verður að leita fleiri tilboða og eins að athuga,
hvort ekki muni hentara að kaupa flugvél (hún mundi
kosta tæpar 100 þúsundir króna) og ráða hingað menn
til að fara með hana. Æskilegast væri að hafa íslend-
inga til þess, en enn sem komið er, mun þess þó eigi
kostur, því að að eins einn Islendingur hefir, að sögn,
lagt stund á flugnám hingað til.
Það er tæplega við því að búast, að þingið taki það
upp hjá sjálfu sér að veita fé til flugtilrauna, né heldur
að það kosti þær að öllu leyti. Er því sjálfsagt að
stofna flugfélag á næstu tímum, er sjái um, að tilraunir
yrðu gerðar næsta sumar, og væri ekki nema sann-
gjarnt, að þingið veitti einhverja fúlgu til þeirra, enda
hefir þingið sýnt skilning sinn á málinu, með því að
ætlast til þess, að rannsóknir verði byrjaðar um þetta
efni.
Ollum ætti að skiljast, að hér er mikið þjóðþrifamál
á ferðinni, sem ekki er unnt að teppa, en ef til vill má
draga á langinn, þó að illa sé þá farið.
Sigurður S. Thoroddsen.