Andvari - 01.01.1928, Side 74
72
Söfnunarsjóðurinn
Andvari
fyrir söfnunarsjóðnum, sem gert var ráð fyrir í sam-
þykktinni fyrir hann. Samkvæmt því samdi eg frumvarp
til laga um söfnunarsjóðinn og bætti þar við, sem sér-
stakri deild undir aðaldeildinni, deild hinnar æfinlegu
erfingjarentu, til þess að þeir, sem vildu ráðstafa fé á
þann hátt, er þar um ræðir, þyrftu ekki önnur ákvæði
að setja en leggja féð í þá deild. Frumvarpið sýndi eg
svo Magnúsi Stephensen, sem þá var orðinn landshöfð-
ingi, og benti hann mér á nokkurar smábreytingar. Því
næst sýndi eg frumvarpið ýmsum þingmönnum, sem eg
gat hitt, og mörgum hinna skrifaði eg og sendi þeim
eftirrit af því. Með samþykki stofnendanna bar eg svo
frumvarpið fram í neðri deild alþingis 1887. Nefndin,
sem sett var í málið, gerði nokkurar breytingar við frum-
varpið, sem eg hafði ekkert á móti, enda vakti eg sjálfur
máls á sumum þeirra. Ein breyting var það þó> sem
mér var á móti skapi, þótt eg yrði að sætta mig við
hana. Það var sú breyting, að alþingi skyldi kjósa fram-
kvæmdarstjórann til 6 ára, í stað þess að eftir frum-
varpinu átti landshöfðingi að skipa hann til óákveðins
tíma, en þetta fekk ekki þýðingu, fyrr en staðan væri
svo launuð, að eftir henni væri sókt. I neðri deild var
frumvarpið með breytingum nefndarinnar samþykkt með
flestöllum atkvæðum. Þegar til efri deildar kom, var þar
sett nefnd í málið, en hún réð til að frumvarpið yrði
fellt. I nefndinni átti sæti og réð þar öllu síra Arn-
ljótur Olafsson; hann var, sem kunnugt er, gáfumaður
mikill og hafði árum saman stundað þjóðhagsfræði í
Kaupmannahöfn; hann hafði því þekkingu í þeim efnum
langt fram yfir alla aðra þingmenn; en um miðbik næst-
liðinnar aldar ruddi sér til rúms í Evrópu kenningin um
hina takmarkalausu samkeppni, er hélt því fram, að
löggjöf og landsstjórn ætti annars vegar ekki að Ieggja