Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 79
Andvari
Söfnunarsjóðurinn
77
og það yrði ekki fyrirhafnarlaust fyrir þá að koma þeim
í peninga. En með alvöru að tala, þá mun engin hætta
vera á þessu; íslenzkir menn hafa aldrei orðið svo gagn-
teknir af æstum geðshræringum, að þeir hafi misst alla
stjórn á sjálfum sér, og þar sem slíks eru dæmi í út-
löndum, þá hefir það venjulega stafað af örvinglan bjarg-
þrota manna; hér á landi mun, er stundir líða, fjöldi
bágstaddra manna fá styrk úr sjóðum í söfnunarsjóðnum
eða jafnvel eiga þar fé á erfingjarentu, og þeir mundu
þá aldrei fara að ráðast á hann. Að því er útlenda of-
ríkismenn snertir, þá er ólíklegt, að þeir færu að seilast
hingað, til að ræna nokkurum veðskuldabréfum. Að
nokkurir íslenzkir valdhafar vildu eyðileggja söfnunar-
sjóðinn, er því fráleitara, sem lengur líður og þeir verða
fleiri, sem hafa hagsmuni tengda við sjóðinn. Hitt getur
fremur verið ástæða til að óttast, að menn kunni í
hugsunarleysi og af breytingagirni að setja einhver laga-
ákvæði, sem ekki samrímast grundvallarhugsun söfnunar-
sjóðsins, en vonandi mundu menn fljótt átta sig á þessu
og fá það lagað, áður en það hefði valdið miklu tjóni.
Eftir að eg í 35 ár hafði haft á hendi forstöðu söfn-
unarsjóðsins, sagði eg því starfi af mér frá árslokum
1920, því að eg ætlaði þá að flytjast burt úr Reykjavík,
og mig langaði einnig til að sjá, hvernig sjóðnum farn-
aðist, þegar eg væri ekki lengur við hann riðinn. Eg
hefi nú haft þá ánægju að sjá, að hann hefir þróazt
ágætlega, svo að hann hefir tvöfaldazt á næstliðnum sjö
árum og er nú orðinn rúmar tvær milljónir króna. Hér
um bil helmingurinn af þeirri upphæð eru ellistyrktar-
sjóðirnir;1) enn fremur eru í aðaldeildinni meira en 250
1) Undirstaða ellistyrldarsjóðanna voru stvrldarsjóðir handa
(ellihrumu) alþýðufólhi, sem Þorlákur Guðmundsson bar upp frum-