Andvari - 01.01.1928, Page 85
Andvarí
Qerhey
83
koslur er með nokkurri annarri aðferð, er fullsönnuð
staðreynd.
Þegar varnarlagið, mosalagið, er tekið ofan af tópt-
inni, þá er efsta heylagið dökkt og blautt — þar press-
ast vatnið ekki úr því, — greinileg súrlykt af því og
súrbiturt á bragðið; líkist með öðrum orðum dálítið súr-
heyi, en vantar þó alveg þessa stækjulykt, sem allir, er
með súrhey fara, kvarta undan, að ekki verði losnað við
og pesti öll hýbýli. Þegar neðar dregur verður heyið
grænna og þurrara, vel þvalt eins og nýslegið gras. Þó
getur líka verið, að efsta lagið sé eins þurrt eða þurr-
ara en neðar. Hvernig á því stendur, er erfitt að segja,
en í því dæmi, sem eg þekki, þá var hitanum hleypt
hærra (um 40°).
Eins og af þessu má ráða, er heyið mjög þokkalegt
til gjafar og virðist vera mjög gott, ljúffengt og lystugt
fyrir skepnur og — það sem mest er um vert — þær
þola það eitt sér, jafnt ungviði sem fullorðnar skepnur.
Hér í Reykjavík hafa verið alnir kálfar eingöngu á
þessu heyi frá því fyrsta og fram á græn grös og hafa
dafnað vel. Mjólkurkúm hefir verið gefið það eingöngu
svo mánuðum skiptir, hafa mjólkað vel af því og ekkert
óbragð komið að mjólkinni, eins og hætt er við, ef
mikið súrhey er gefið. Þó er betra að gæta þess, að
ekki sé gefið um leið og mjólkað er. Hér eru dæmi
þess, að sá sami mjólkar, sem gefur heyið, og kemur
ekki að sök.
Eins og menn vita, voru hey mjög slæm eftir sumarið
1926, og fóðraðist peningur illa og drapst víða, einkum
þegar kom fram undir vorið 1927. Á Loptsstöðum í
Flóa voru ær mjög rýrar, þegar kom fram á, eins og
víða annarstaðar. Var þá farið að gefa þeim gerhey,
og tóku þær góðum bata og gengu vel fram.