Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 86
84
Gerhey
Andvari
Eins er þetta hey sagt ágætt fyrir heysjúka hesta.
Hvernig má nú þetta verða, að unnt er að verka
hey á þennan hátt? Hvað er það, sem fram fer í hey-
inu við verkunina, sem gerir það að góðu og ljúffengu
fóðri, en auðvelt er að ráða við með því að bera
vatn á það?
Þegar lífsþráðurinn er slitinn, þá fara öll lífræn efni
að taka breytingum, sem miða að því að leysa þau upp
aftur í þau einföldu sambönd, sem þau með lífsstarfinu
eru gerð úr. I jurtaríkinu eru þessi sambönd aðallega
kolsýra, vatn, ammoniak og saltpéturssýra. Þessar efna-
breytingar eru kallaðar gerð og rotnun. Rotnuninni
valda ýmsir gerlar. Við rotnun myndast oft eitruð efni,
og yfirleitt gerir hún allt óhæft til nokkurrar notkunar,
og getum við því sleppt henni hér.1)
Öðru máli er að gegna um gerðina. Hún hefir reynzt
mannkyninu til ýmissa hluta nytsamleg, og þess vegna
verðum við að athuga hana nokkuru nánara. Hér verður
að eins talað um gerð í efnum úr jurtaríkinu.
Allri gerð valda ýmsir sveppar og gerlar, og getur
hún verið með ýmsu móti, eftir því hvaða sveppar og
gerlar eru að verki og hvaða efni er um að ræða til
gerðarinnar. Gerðin ber venjulega nafn þess efnis, sem
mest ber á við gerðina. Edikssýrugerðinni valda gerlar.
Mjólkursýrugerðinni valda líka gerlar. Vínandagerðinni
valda gersveppar.
Vínandagerð er mjög margbrotin, eftir því hvað er
1) Minnasl má þó í þessu sambandi hákarlsins íslenzka. fslend-
ingar eru ef til vill sú eina þjóð, sem hefir hagnýtt sér rotnun.
Þó eru þær breytingar, sem verða á hákarlinum við kösunina,
alveg órannsakaðar.