Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 89
Andvari
Gerhey
87
Engum er ljósara en mér, hvað margt er órannsakað
í þessu efni. Fyrst af öllu þarf að rannsaka gróðurinn í
gerheyi (og súrheyi), ef hægt væri að finna, hvaða
svepptegundir væri heppilegastar. Einnig þarf að efna-
rannsaka þetta hey og bera saman við vel verkað þurr-
hey. Enn fremur þarf að rannsaka, hvort bæta megi
heyið með nokkurum einföldum ráðum. Með hæfilegri
söltun væri hugsanlegt, að gerðin yrði hægari og feng-
ist betra hey. Súrinn mætti ef til vill minnka með því
að bera kalkvatn í heyið að nokkuru eða öllu í stað
venjulegs vatns, og ýmislegt fleira mætti reyna. Þessar
rannsóknir stendur engum nær en Búnaðarfélagi Isl. að
láta framkvæma.
Einnig er enn margt órannsakað frá hagsýnni hlið,
t. d. hvernig gerhey geymist við fyrningu, hvernig ganga
verður frá því á vorin, hvort bæta megi nýju heyi ofan
á leifar í tópt, hvernig það verði verðlagt móts við þurr-
hey eða nýslegið hey o. s. frv. 011 slík reynsla fæst
fljótlega.
Þó að þessi aðferð hafi aðallega eða eingöngu verið
notuð við töðu — eg þekki engar tilraunir með úthey
— þá er enginn eðlismunur á þessu tvennu, svo að ekki
verður gert ráð fyrir, að neitt sérstakt gildi um úthey í
þessu efni.
Að vísu þurfa steinsteyptar tóptir til þessarar hey-
gerðar, en öllum, sem eiga steinsteyptar hlöður, er inn-
an handar að steypa í þær skilrúm og veita frá þeim,
og súrheysgryfjum, en þær eru nú orðið nokkuð víða
til, er auðbreytt. Þessi aðferð getur því allvíða komið
þegar að notum.
Hagnaðurinn við þessa heyverkun er auðsær. Eg
geri ráð fyrir, að eg taki varla of djúpt í árinni, þó að eg