Andvari - 01.01.1928, Síða 94
92
Þæltir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
vínlögg á pela eða smáflösku sér til hressingar; var það
kaliað fýlapeli.
IV. Sig.
Sigmaður, maður, sem sígur til fugla í bjargi.
Sig, stórsig, hvk. Sigið er, þegar aðsótt er til súlna
og til fýla, og þegar snaraður er svartfugl. Allt af voru
það tiltölulega fáir menn, sem voru verulega góðir siga-
menn og flestir entust eigi lengi til þess, því að það er
þolraun og áreynsla hin mesta.
Bundinn á báðum. Þá er bundið bandið fyrst yfir
um mittið á sigamanninum, síðan brugðið yfir bæði lærin
svo að maðurinn sat eins og í stól, svo var bundið yfir
aðra öxlina undir hendinni. Var aðalvandinn að láta sig
ekki snúa á siginu og notuðu menn hendur og fætur
til að stjórna sér, spyrna fótunum í bergið og köstuðu
sér út og til hliða til að ná sér inn í sillurnar, þar sem
bergið slútti fram yfir sig; var þetta kallað að ná á sig riði,
oft svo tugum faðma skipti, urðu menn að sprikla öllum
öngum til að láta sér ekki snúa í loptinu, því að stór
hætta var, ef menn slógust við bergið á miklu riðkasti.
Brugðið var með sérstöku snæri að hnútnum, þegar
bundið var við sig, til þess að hnúturinn hertist eigi um
of og meiddi.
Bundinn á öðrum, bundið yfir um manninn, en ekki
undir lærin, er einkum notað, þegar menn fara til fýla,
en ekki við stórsig til súlna.
Lærvaður, -s, kk., bandið haft laust og því haldið við
lærið og gefið til með hendinni. Góða vettlinga verða
menn að hafa, er farið er á lærvað.
Styðjast við band, klifra utan í og hafa með sér band
íil afnota, þar sem þess þurfti við.
Lesa sig upp. Sagt um sigamanninnj að hann lesi sig