Andvari - 01.01.1928, Side 96
94
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
Undirsetumaður, maður, sem situr undir, þegar sigið
er; eru þeir tveir eða þrír, ef um stórsig er að ræða.
Bjuggu þeir um sig með góðri fótspyrnu nokkuð fyrir
ofan brúnina. Allajafna var bandinu rennt niður, áður en
sigamaðurinn tók það, til þess að lausir steinar, er voru
fyrir, féllu niður, en af grjóthruni stafaði sigamanninum
ætíð mikil hætta og í mjög laust berg þótti eigi fært að
síga. Stundum var bandið fest um stóran stein eða nef,
en það var sjaldan, að því varð við komið.
Brúnamaður var látinn vera fram á brúninni, en nokk-
uru fyrir neðan undirsetumanninn, þar sem hann sá vel
niður fyrir brúnina og til sigamannsins. Er hann einkum
hafður við stórsig og stundum bundinn á brúninni. Höfðu
þeir, sigamaðurinn og hann, ýmis þegjandi tákn til þess
að skilja hvor annan, því að sjaldnast getur sigamaðurinn
niður í berginu Iátið heyrast til sín upp á brún; þannig
benti sigamaðurinn niður, þegar átti að gefa eftir á
bandinu, en upp, þegar átti að toga í það; hann sló á
höfuðið á sér, þegar átti að stanza. Þegar brúnamaður-
inn gat ekki fylgzt með sigamanninum, svo sem þar,
sem bergið slútti mjög, urðu bátslegumennirnir að gefa
merkin. Þegar sigamaðurinn hafði lokið að aðsækja,
drógu undirsetumennirnir hann upp eða þá að hann var
tekinn á bát.
Hafa á. »Hafðu á«, »hafið þið á«, var kallað til undir-
setumannanna, þegar þeir áttu að draga að sér bandið.
Gefa á. »Gefðu á«, »gefið þið á«, þegar átti að gefa
eftir bandinu.
Slingra eða slöngva, -u, -«r,kvk„ hlykkur á bandi;
varð að gæta þess vel, þegar bandinu var gefið eftir, að
láta ekki koma á slingru, því að það gat verið stór-
hættulegt sigamanninum.
Bjargstokkur, -s, -ar, kk., trédrumbur, sem festur var