Andvari - 01.01.1928, Síða 105
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyia
103
Kolapiltur, -s, -ar, kk., ársgamall lundi; er hann miklu
dekkri en fullvaxinn lundi, einkum á nef og lappir.
Frávillingur, -s, -ar, kk., lundi, sem hefir villzf eða
hrakizt utan af hafi inn á Heimaey. Var það trú, að
lundinn gæti ekki hafið sig til flugs þaðan, sem hann
sá ekki út á sjóinn.
Lundaspýlur, flt., kvk., bökin af lundanum með áföst-
um vængjum, haus og lærum, sem ekki voru hirt þegar
mikið barst að. Var bökum af mörgum fuglum spýlt
saman í eina lengju og hengt upp á trönur til þurrks
og síðan notaðar til eldiviðar. Þóttu þær ágætt eldsneyfi
og brunnu eins og þurrar spýtur. Mörg forsjál húsmóðir
treindi sér lundaspýlurnar fram eftir vetri og notaði þær
þegar þurfti að skerpa eld við bakstur og þessleiðis í
spýtna stað. Nú mun mikið hætt að nota spýlurnar.
Lundinn er mjög eftirsóttur veg'na kjötsins, er etið
er bæði nýtt, reykt og saltað, og vegna fiðursins, sem,
eins og kunnugt er, er ágætt í sængurföt og gengur við
háu verði í verzlanirnar. Mestur lundi fæst úr Elliðaey
og Bjarnarey. Á Heimalandinu hefir veiði verið bönnuð
við og við, af því að lundanum þótti fækka, en lítil
brögð virðast samt vera að því, að honum fækki, þó að
mikið sé veitt árlega. Allar jarðir í eyjum eiga jafnan
rétt til lundaveiði á Heimalandinu, en úteyjunum er skipt
niður til lundatekjunnar á jarðirnar, eins og fýlatekjunni.
VI. Svartfugl.
Svartfug/, langvía, stuttnefja og lítið eitt álka, er veidd-
ur nokkuð snemma á sumrin áður en lundatíminn byrjar
eða í byrjun hans. Svartfugl veiðist einkum í Bjarnarey
og Elliðaey. í Suðureyjunum svo kölluðum er mjög mikið
af svartfugli, en þar er hann lítt veiddur sökum erfið-
leika við að aðsækja þar.