Andvari - 01.01.1928, Page 106
104
Þættir úr menningarsögu Vestmannaevia
Andvari
Snara, snöru, -ur, kvk. Allur svartfugl var veiddur i
snöru; er það um þriggja álna löng tréstöng og fest
snærislykkja í endann á henni; sumir notuðu og fjaðra-
snöru, er oftast haft hvalskíði í snöruna og höfð á kapp-
mella. Seig veiðimaðurinn niður í bjargið með snöruna
í hendi sér og staðnæmdist í berginu, á bandinu, í ná-
munda við fuglabælið. Var oft búið út á bandinu, eða
festinni, eins og sæti fyrir sigamanninn, þegar verið er
að snara. Veiðimaðurinn brá lykkjunni um hálsinn á
fuglinum, sem teygir út álkuna, þar sem hann er að
vappa um á bælunum eða liggur á eggjum, og dró svo
fuglinn að sér, hvern af öðrum, unz hann hafði nær
tæmt bælið, en ekki hefir fuglinn vit á að fljúga út og
forða sér. Hafði sigmaðurinn allt af sem lægst um sig;
yrði honum t. d. á að hnerra eða ræskja sig, flaug allur
skarinn út á augabragði, og var ekki til að hugsa að
veiða meira í þeim stað í það skiptið. Qóðir fjallamenn
þurfa þeir að vera, er fara með snöru.
Snara, -adi, -að, veiða svartfugl með þeim hætti, er
að ofan greinir. Þeir eru að snara í dag, er. t. d. sagt.
Svartfuglabæli, -is, hvk. Hillur og bekkir utan í stand-
björgum, sem vita að sjó, þar sem svartfuglinn verpir í
hundruðum og jafnvel þúsundatali í einu bæli. Eru þeir
á sífelldu iði og tifi og skrafi hver við annan, svo að
varla má heyra mannsins mál. A lognkvöldum á sumrin
heyrðist kliðurinn inn í kaupstaðinn utan frá eyjum, og
þótti það vita á austanátt, þegar hátt lét í svartfuglinum.
Eggin eru á beru berginu, og skolast margt þeirra út,
þegar fuglinn mætir styggð og ryðst út af bælunum í stór-
hópum. Stundum voru snaraðir í einu svartfuglabæli á annað
þúsund fugla. Þessi veiðiaðferð var fundin upp um 1870.
Fara, vera til svartfugla, veiða svartfugl, sjá áður
um lunda.