Andvari - 01.01.1928, Qupperneq 111
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
109
sem komu ofan af bæjunum, þegar skip lentu við Land-
eyja- eða Fjallasand. Bregða sér upp á bæi, þegar menn
lentu og að eins gáfu sér tóm til að koma á næstu
bæina. <,,
Lartdsauður, landkind, gagnstætt eyjasauð eða eyjakind.
Undir sand. Fara undir sand, róa upp að Landeyja-
sandi. Þeir fengu allan fiskinn undir sandi, það er fisk-
uðu undir Landeyjasandi. Þaðan sandafiskur.
Leggja frá, hverfa frá lendingu við sandana, sökum
brims. Þeir urðu að leggja frá, gátu ekki lent.
Weifa frá, gefa bátum, sem komnir voru undir sand,
merki frá landi um að sjór væri ófær og ekki unnt að
lenda, var þá flagg eða klæði sett upp á staur og þetta
kallað að veifa.
Veifa að, gefa skipum, er voru undir sandi merki
þegar taka þurfti lag um að koma að og lenda, svo
sem ef skjóta þurfti út manni. Einnig var veifað í landi
til ýmsra bæja í grenndinni, þegar fara átti út í Vest-
mannaeyjar.
Nafarinn. Það gengur yfir nafarinn; var það sker svo
nefnt við Smáeyjar í Vestmannaeyjum; þótti ekki viðlit
að lenda við Landeyjasand, ef sjór gekk yfir Nafarinn
og var það siður að ganga inn á svo kallaða Brimhóla
í eyjum og huga að Nafrinum, ef fara átti til lands og
tvísýnt þótti um leiði.
Brenna, -u, -ur, kvk. Þegar landsmenn vildu, að bátar
kæmu úr eyjunum upp til lands, gerðu þeir oft stór bál
(á landi), þar sem vel sást til úr eyjum. Var allt af
brugðið við hið fyrsta og farið, þegar menn urðu varir
við brennu á landi. Voru einkum gerðar brennur á vetr-
um þegar þurfti að koma út vertíðarfólki.
Flöskupóstur, -s, kk. Það var oft, að menn komu
bréfum eða boðum til lands, meðan samgöngur voru