Andvari - 01.01.1917, Page 65
Andvari.]
Alþýöutryggingar.
57
veitt er í ellistyrk, er tekin með fullri upphæð úr
vasa gjaldendanna, en iðgjöldin til ellitrygginganna
eru lögð á vöxtu, svo að hver króna, sem goldin er
á æskuárunum, er orðin þreföld á elliárunum, þegar
grípa þarf til ellistyrksins. Tryggingin er því í raun-
inni reglubundinn sparnaður. Hún safnar saman því
fje, sem annars mundi sennilega verða eyðslueyrir og
ávaxtar það. Fyrir fátækan alþýðumann er það ó-
metanlegt hagræði og það lilýtur að styrkja metnað
hans og sjálfstraust að vita, að hann hefur sjálfur
búið í haginn fyrir sig í ellinni, svo að liann þurfi
ekki að verða öðrum til byrði, hvernig sem fer.
Slíkur reglubundinn sparnaður sem ellitryggingin
er, er afar mikilsverður fyrir þjóðfjelagið. Við það
safnast fyrir mikið fje, sem verður að ávaxta með
því að lána það út til tryggilegra fyrirtækja, og eru
þá venjulega þau, sem miða að því að efla heil-
brigði og vellíðan almennings, látin sitja í fyrirrúmi.
Þannig hefur t. d. miklu af því fje, sem safnas*
hefur við ellitrygginguna þýsku (sem árið 1913 var
1900 milj. m.), verið varið til útlána til byggingar
bústaða lianda verkamannafjölskyldum (1913: 460
milj. m.) og til baráttu gegn ýmsum sjúkdómum,
svo sem til stofnunar sjúkrahúsa og heilsuhæla,
eða til eílingar þrifnaði og heilnæmi, svo sem til
baðhúsa, slátrunarhúsa, vatnsleiðslu, skolpræsa o. s.
frv. (1913: 560 milj. m.). Auk þess hefur allmiklu
verið varið til landbúnaðar (1913: 120 milj. m.) og
nokkuð til útlána til annara atvinnugreina. Ekki
síst í þeim löndum, sem lítið fjármagn hafa, er slík
fjársöfnun næsta mikils virði.
í Sviþjóð hefur ellitryggingin verið sameinuð elli-
framfærslu með lögum frá 30. júní 1913. Lögin ná