Andvari - 01.01.1917, Page 112
104
Fiskirannsóknir
[Andynri.
1917. Flest af þessu var feitur fiskur, með tóman
maga, eða botnfæðu af vanalegu tægi.
Af þessum fiskum voru 16 liængar og 17 hrygnur.
Af hængunum var 1 53 cm. langur og 4 vetra kyns-
þroskaður og af hrygnunum nokkurar 54—56 cm.
langar og 3—4 vetra og svo eðlilega aðrir stærri
(eldri) fiskar. Pessir umgetnu fiskar voru veiddir í
janúar og marz og því í raun og veru liátt á 4. og
5. ári.
Um ýsuna úr Grindavíkursjó birti eg ekkert að
svo stöddu.
Eg hefi nú skýrt frá rannsókn á nálega 500 ýsum
frá Vesturströndinni, og gefur það allgóða hugmynd
um aldur þessa fisks á ýmissi stærð, eða stærð hans
á ýmsum aldri, og jafnframt um vöxt hans. En þess
er þó að geta, að alt of fátt er rannsakað af mörg-
um árgöngum til þess að geta gefið meðalstærð þeirra
til kynna með nokkurri nákvæinni. Auk þess er sá
galli á, að fiskurinn er ekki veiddur allur á sama
tíma ársins, hérum bil, því að fiskurinn úr Faxaflóa
er að mestu leyti veiddur að haustinu til, en fremur
tátt síðari hluta júlí og fyrri hluta ágúst (eins og
fiskurinn frá öðrum hlutum landsins) og fiskurinn
úr Miðnessjó allur að vetrinum til (jan.—marz), svo
að erfitt er að bera vöxt hans saman við vöxt hins.
Faxaflóa-fiskurinn, sem veiddur er í október, hefir
bætt meira eður minna við stærð sina í tvo mánuði.
Þó er nokkuð af honum veitt í maí eða júní og
jafnar aftur nokkuð upp meðalstærðina.'
Áður en eg tek vöxt ýsunnar á þessu svæði til
nákvæmari íhugunar, vil eg eins og áður um þorsk-
inn, gefa heildaryfirlit yfir allan fiskinn, hæði með
tillili til slærðar og aldurs.