Andvari - 01.01.1917, Side 144
136 l'járhagsstjórn íslands [Andvari.
mjög varlega i sakirnar, óþarflega Varlega mun sum-
um þykja, en víst er um það, að á þessu þingi hef-
ur átt að sanna það hinum danska manni, er þegar
var um getið, að íslendingar voru engir bruðlunar-
menn.
Við manntalið 1870 voru íslendingar tæplega 70
þús. að tölu; árin 1876—77 hafa þeir varla verið
fleiri, því Ameríkuferðir voru þá byrjaðar í stórum
stýl. Sje því gengið út frá nefndri íbúatölu, sem mun
láta nærri, liefur komið 4 kr. 34 au. á hvert nef
sem tillag í Iandssjóð bæði árin og er það afarlítið,
enda heldur ekkert gert. Það var þá gullöld fyrir
fólk hjer á landi að því er skatta snertir; verzlunin
var frjáls, og nauðsynjavörur útlendar með þolan-
legu og enda góðu verði. Sveitarþyngsli kunna sum-
staðar að hafa verið mikil, þau fara aðallega eptir
því hver á heldur, þ. e. hvernig sveitinni er stjórnað.
Jeg þekki dæmi til, að oddviti tók við stjórn hrepps,
svo að hann var alveg skuldlaus, og betur en það,
en þegar oddviti skilaði af sjer 6 árum síðar var hrepp-
urinn kominn í nokkurra þúsunda króna skuld, og
átti að auki í tveimur málum, sem hann tapaði báð-
um. Að öllu samanlögðu var þá fremur góðæri í Iandi,
þó lítið væri aðhafst, svo ekki hefðu Islendingar
þurft þá að þyrpast hjeðan til Ameríku, sem þeir
þó gerðu.
Það yrði of langt mál að fara út í fjárstjórn lands-
* ins ár frá ári, eða íylgja þingum eplir, þing af þingi,
þó slíkt væri næsta fróðlegt, og mun líka verða gert
einhverntíma, en jeg ætla að taka stjórnina á 10 ára
fresti, þau árin sem enda á 5.
1885 eru tekjur landssjóðs áætlaðar 892,000 kr.
fyrir tvö næstu árin að tillaginu frá Danmörku með-