Andvari - 01.01.1917, Page 157
Andvari.]
1875-1915.
149
um 11. febr. 1876, en fyrir þann lítna var þó kensla
í læknisfræði; var til hennar varið 11 þúsund krón-
um árið 1875, sem hefði mátt heimfæra undir lækna-
skóla, en er talin undir læknaskipun, af því enginn
skóli var þá formlega til. Til ftskiveiða, eða til eíl-
ingar sjávarútvegi, er sama sem ekkert veitt fyr en
allra síðustu árin, og er sá styrkur talinn með verk-
legum fyrirtækjum og sama er að segja um slyrk til
landbúnaðarins, að hann er talinn undir sama lið
tvö síðustu árin, af því að opt er örðugt að greina
á milli, hvort eitthvert fyrirtæki fellur með rjettu undir
landhúnað eða annað, en 3 fyrstu árin er styrkurinn
talinn sjer. Bændakensla er fyrst talin sjer siðasla ár-
ið, þegar hændaskólar voru komnir á, en fyrir þann
tíma höfðu þó amlsskólarnir verið slyrktir rítlega af
landsfje, svo sem kunnugt er. Styrkur til vísinda- og;
verklegra fyrirtækja er fyrstu árin talinn saman, eins-
og þingið gjörði; að vísu liefði mátt sundurliða það
nokkuð, en alveg nákvæmt hefði það tæplega orðið,
því það er mjög ervilt að greina á milli, undir hvaða
llokk einliver fjárveiting heyrir, og hætt við, að á-
greiningur gæti orðið um það. Þessi sundurgreining
er því að minni hyggju fullgreinileg, og nægileg, til
þess að sýna vöxt og viðgang á einslökum sviðum.
Af því, sem að framan hefur verið tekið fram sjest
það, að fyrsta 10 ára tímabilið var mjög hægt farið
í sakirnar, en úr því fer mönnum að vaxa hugur;
útgjöldin fara 'vaxandi og stjórn og þing vílar ekki
fyrir sjer, að láta fjárlögin vera með tekjulialla, enda
kennir reynslan þeim bráðlega, að það er opt óhætt,
tekjurnar reynast það hærri, ef áællunin er varfærin.
Stundum er ráðgerður talsverður tekjuhalli, af því
að þá eru samtímis afgreidd ný lekjulög, eins og t.