Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 14
12
Björn Gunnlangsson.
Faxaflóa og Snæfellsnes norðanvert. priðja sumarið, 1778,
drukknaði hann á bát á Hafnarfirði, nýkoœinn frá Khöfn.
Árið eptir var fenginn annar maður t.il að halda mæl-
ingunum áfram, Sören 0. Malling að nafni; en hann
dó áður en hann kærnist af stað frá Khöfn. Fjell fyrir-
tækið þar með niður og stóð svo það sem eptir var af
öldinni. Uppdráttur Minors kom út 1788- Árið 1776
hafði danskur herskipsformaður. Wleugel að nafni, gert
uppdrátt af Austfjörðum.
Árið 1800, 28. maí, kom út konungsúrskurður um
að gera skyldi vandlegar strandmælingar á öllu landinu,
og fengnir til þess tveir lautinantar úr noiska bernum,
Aanum og Ohlsen. Kostnaðinn skyldi gteiða af vöxfum
koliektusjóðsins, sem þá var orðinn rúml. 50,000 rd.
Var gert ráð fyrir að hann vrði um 1800 rd. á ári og
aðrir 1800rd. til áhaldakaupa eitt skipti fyriröll. Á strand-
mælingum þessum var síðau byrjað 1801 og unnið að
þeim í 18 ár samfleytt, til 1818, af ýmsum mönnum,
er iiestir voru danskir lautinantar úr norska hernum, tveir
samanhin fyrri árin, en síðan þrír. f>essir eru nafngreindir,
auk hinna fyrtöldu: Wetlesen, Frisach, Smith, Krog,
Scheel, Born og Aschlund. Strandmælingar þessar voru
mjög vandlega og nákvæmlega gerðar, og tóku yfir alla
firði og víkur, og öll annes og skaga og fjöll og hæðir
nærri sjó. Lagði Bjcrn Gunnlaugsson þær síðan til
grundvallar við sitt verk, eins og þær voru, prjónaði
að éins við þær sínar mælingar um upplendið, byggð
og óbyggðir, en hvergi nærri mcð annari eins nákvæmni
og strandmælendurnir, að því er hann segir sjálfur, með
því og að þess þurfti miklu síður með, er öll umgjörðin
var fengin rjett. Strandmælingauppdrættirnir komu út
á árunum 1818—1826, á ríkiskostnað, undir umsjón
Lövenörns aðmíráls. Kostnaðurinn um 8500 rd., að með-
töldum 2500 rd, sem kostað var til ferðar kapteins Graah
til Austfjarða 1821 að umbæta mælingarnar þar.