Andvari - 01.01.1883, Side 37
austuiland.
35
hvert sandlagið sezt ofan á annað, myndast móhella
úr afarþunnum lögum, og má sjá vindgárurnar þar
sem lögin mætast. Sanduriun er misdjúpur, en undir
honum alstaðar móberg (palagonitbreccie); finnst það
bæði í grófum, sem vatn hefir etið hér og hvar, og
eins í brunnum, sem grafnir hafa verið. Margir bæir
eru nú á Fjöllum, þótt mjög sé strjálbyggt; þó er
þar altaf að byggjast. Eins og geta má nærri eru tún
mjög lítilfjörleg þar sem eintómur sandur er í jarð-
veginum, og er gras á þeirn mjöggisið og lélegt; kýr eru
hér því örfáar; á Grímsstöðum vóru nú t. d. 2 kýr og 20
manns í heimili; aptur er sauðfjárrækt ágæt og óvíða
jafnmikil, alstaðar eru beitilöndin góð, vaxin víði og
mel. £að heíir lengi verið haft á orði, hve kostagott féð
væri þar, og það heíir jafnvel komizt í munnmæli, að
«rjóminn á trogunum héldi skaflaskeifu* ! Óvíða eru
þar hestahagar og aðkomuhostar eiga illt með að eta
mel. Víðir og melur er sleginu til fóðurs; af því að
grasategundir þessar eru svo harðar viðkomu, eru miklu
hentugri á þær deigir íslenzkir Jjáir, en hörðu ljáirnir
ensku. Heldur eru bændur liér allir efnaðir, því
að sauðfjárbeitin er svo góð; ef til vill liefir það og
nokkur áhrif, að þeir eru hestafáir og eiga Jangt í kaup-
stað og geta því ei farið nema svo sem 2 kaupstaðar-
ferðir á ári. pað mun draga úr búi margra, sem
nær sjó eru, hve hægt þeir eiga með að fá munaðarvöru
til Jáns úr kaupstaðnum, að minnsta kosti eru óvíða
efnasveitir kring um kauptúnin hér á landi.
4. júlí fórum við frá Grímsstöðum að Möðrudal;
alstaðar er á veginum sama landslag, sem almennt er á
Fjöllum; Jiggur vegurinn yfir Grímsstaðanúpa og svo yfir
Biskupsháls. IJað er haft í munnmælum, að þar hafi
biskupar frá SkálholtiogHólum áttað hittastogáttu þar að
vera takmörk biskupsdæmanna við vörðubrot, sem enn
er á hálsinum; biskupunum hafði komið saman um, að
3*