Andvari - 01.01.1883, Side 39
austurland.
87
fjallgarðinn að vestan. Fjallgarðar þessir eru eins og
öll fjöll hér úr móbergi; fastar klappir eru óvíða, en
alstaðar ofan í lög af lausum basalt- og hraunmolum.
líklega úr móberginu, af því að tengiefnið er eytt af
áhrifum lopts og lagar; eins eru grjótásar viða fram
með giljum. Milli fjallgarðanna er Geitasandur, marflöt
slétta þakin eintómum basalthnullungum; sandur þessi
skilur fjallgarðana alveg norður og suður úr; þegar
austur af sandinum kemur, verður fyrir manni
fjalladrag, er gengur samhliða eystri Möðrudals-fjall-
garðinum, og er þvers yfir það Heljardalur, en Heljar-
fjall heitir fyrir sunnan hann; upp af þessum dal liggur
vegurinn upp á aðalfjallgarðinn eystri. Öll eru fjöll
þessi gjörsamlega gróðurlaus; þar er varla mosi eða
skóf á steinum hvað þá heldur meira. Fyrir austan
eystri fjallgarðinn er Lindaá og rennur til norðurs,
norður í Vopnafjörð og heitir þar Hofsá. Fyrir austan
hana tekur við Jökuldalsheiði; er það háslétta með
eintómum melöldum og einstökum fjöllum á milli; hér
og hvar liggja laus stórgrýtis-björg droifð ofan á
mölinni, einkum austan tii. þar eru mörg vötn, og
vantar flest á uppdrátt Islands; stærst þeirra er Ánavatn;
úr því fellur á í þverárvatn, og þaðan aptur þverá
niður í Jökuldal. Á heiðinni fengum við rigniugu og
síðan bloytukafald, komum við á Grunnavatni, sern
eyddist við öskufallið 1875, en er nú að byggjast aptur
og er nokkurs konar sel írá Brú.
Fyrir austan Lindaá fór að bera á öskunni. Menn
geta fyrst gort sér í hugarlund, hve ógurlegt gosið hefir
verið, þegar menn dögum saman ríða yfir land þakið
vikuriagi eða vikursköflum. Öskulagið var þunnt
við Lindaá, en dýpkaði þegar austur dró. Á túnum
hefir víða myndazt grasrót, ofan á öskunni og örþunnt
moldarlag; á harðvellisbala við Grunnavatn var
öskulagið 5 þuml. þykkt. Fjarska mikill vikur hefir
borizt út í Grunnavatn, svo að það er altaf að þorna upp