Andvari - 01.01.1883, Blaðsíða 42
40
Ferð um
eru tvö sáluhlíð sitt hvoru megin við norðurstafu
kirkjunnar. Á hlaðinu er einkennilegur liestasteinn,
há basaltsúla úr Laugarvalladal, reist upp á endann.
Næsta dag ætluðuna við upp í Laugarvalladal en urðurn
veðurtepptir, því að þá brast á kafaldsbilur; allt varð hvítt
og stórir skatiar komu hér og hvar; um miðjan dag
var á Brú —■ 1°R., slík veðrátta er sjaldgæf í byggð
um þetta leyti; fúlviðri þetta hélzt allan þann dag, og
næstu nótt, en þó stytti upp um morguninn. Jökul-
dalurinn er um Brú og Eiríksstaði fremur grunn-
ur; blágrýti er í fjöllunum á báða vegu, en er þó
hulið geysimiklum malar- og sandlögum, er mynda
hjalla hvern upp af öðrum upp eptir öllum hlíðum.
Jökulsá á Dal veltur fram skolgul af jökulleðju, optast
í gljúfrum með öfugstreymi og hringiðu; heíir hún
grafið sér farveg í harðasta blágrýti og víða eru í
bergið djúpar hvylftir og geilar, sem straumurinn hefir
myndað, þar sem steinar snerust og nerust við bergið
af hringiðukastinu. Hvergi er Jökulsá reið, en við
Brú er kláfur; drátturinn er á þann hátt, að 2 reipi
eru strengd milli kletta yfir ána og við þau er festur
kláfur; í uppstöndurunum á kláfinum eru 4 hjól, er
reipin leika á; í kláfinum eru dragreipi til beggja landa
og svo má draga sig fram og aptur; í kláfinum er að
eins naumt rúm, fyrir einn mann; hvergi eru nú drættir
á Jökulsá nema við Brú og Merki, en áður var dráttur
svo að segja á hverjum bæ í efri hluta dalsins. Áður
er sagt að liafi verið steinbogi yfir Jökulsá við bæinn
Brú; er mælt að steinbogi þessi hafi hrapað fyrir
miðja fyrri öld; um brú á þessum stað er getið í
Hrafnkelssögu. Við Fossvelli hefir og þegar í fornöld
verið brú á ánni þar sem hún er enn; sú brú, sem
þar er nú, var byggð 1819; sú sem var næst á undan
var byggð 1698. Brúin er rúm 60 fet á lengd, byggð
úr stórum bjálkum þvers yfir 50 feta breitt gljúfur j