Andvari - 01.01.1883, Side 49
austurland.
47
sé slétt; vestan megin við fljótsmiðjuna eru ótal smáfell,
fjallahnúðar og ásar, og heita þar Fellin; á Yöllunum
austan megin er sléttara. í fellunum er eintómt basalt
í ýmsum myndum; víða er það mjög sunduretið af áhrifum
lopts og lagar og í því ótal blöðrur með kvarzi, kalse-
dónum og geislasteinum; þar eru alstaðar jökulrákir út
dalinn, sumstaðar eru þær niður af fellunum til allra hliða;
þar hefir jökulhreyfingin gengið niðar af kollunum. þ>ess
eru Ijós merki bæði á Jökuldal og Fljótsdalshéráði, að
jökull hefir alveg fyllt þá á ísöldinni.
11. júlí fórum við frá Ormarstöðum fyrst að Ási,
og síðan héldum við upp með fljóti að vestan til þess
að skoða Hengifoss. Fylgdu mér þangað tveir skóla-
bræður mínir forvarður læknir Kjerúlf og séra Sigurður
Gunnarsson í Ási; var víst varla hægt að fá betri leið-
togauinþettahérað, og varð því förin hin skemmfilegasta.
í fyrstu var bezta veður og sólskin, svo að stafaði á
fljótið, en litlu seinna lagðist þoka yfir héraðið allt.
Hengifossá er eigi vatnsmikil, eu ströng og stórgrýtt;
fellur hún ofan af Stapahlíð í einni bunu, og sést fossinn
víðast frá austurhlið Héraðsins eins og hvítur þráður
niður standbergið; fossinn er einn af hinum hæstu á
íslandi; vatusbunan er eptir mælingu porvarðar Kjerúlfs
350 fet. Vegurinn er fremur slæmur að fossinum, og því
meir sem við uálguðumst hann, því hrikalegri var
náttúran; gerði þokan heldur eigi lítið til að gora liana
stórkostlega. Norðan í árgljúfrin við fossinn hefir
einhvern tíma hrapað stóreflis stykki niður af berginu,
og iiggja móbergsbjörgin margra faðma háþar alla vega
reist á rönd; það var einkennilegt að ríða innan um
þessi heljarbjörg, þar sem allt sýndist, umturnað og öfugt;
steinnýpurnar uxu eins og fröll í þokunui og teygðu
fram trjónurnar í alls konar myndum; hestar og menn
urðu eins og risavaxnar ófreskjur, en inn í þokumyrkrinu
heyrðust sífelldar þungar drunur í fossinum, og þytur