Andvari - 01.01.1883, Page 57
austurland.
55
sumum eru smásprungur, svo að í þeim sjást regnbogalitir;
stundum sjást, í þeim eins og ótal gagnsæjar nálar,
stundum smágjörvar leirrákir, stundum eru gráleit ský
innan í steininum og er það kallað grávefur, einstaka
sinnum vatnsholur með.loptbólum í, sem hreyfast fram
og aptur, eptir því sem steininum er hallað. Sumir
silfurbergssteinar eru glæir og gagnsæir að innan,
þótt utan á þeim sé móðuskán, og eru þeir þá opt settir
smáum oddum lítilla kalkkrystalla.
Síðan á miðri 17. öld hefir altaf við og við verið
tekið dálítið úr silfurbergsnámunni, en aldrei þó til
muna; úr henni var þó ei tekið með neinni reglu eða
af neinum sérstökum; þó lét konungur einu sinni taka
þar silfurberg, því aðí bréíi dags. 11. apríl 1668 býður
Friðrik þriðji »kammer-collegíinu» að útvega steiu-
höggvara-svein og fá honum meðhjálpara í 6 mánuði,
til þess að ná silfurbergi; árið eptir fann náttúrufræð-
ingurinn Bartholín hið merka tvöfalda geislabrot hjá
silfurberginu. Síðan tók hver úrnámunni, er hafa vildi.
Um 1850 var fyrst til muna farið að takaúr námunni;
þá fékk T. F. Thomsen, kaupmaður á Seyðisfirði, leyíi
hjá séra fórarni Erlendssyni, er átti aU úr Helgustöðum,
til þess að taka þar silfurberg, og flutti hann dálítið á
hestum í Norðfjörð og þaðan sjóveg til Seyðisfjarðar.
1854 leigði H. H. Svendsen, sem þá var verzlunarstjóri á
Eskiíirði fyrir 0rum & Wulf, part séra jpórarins
fyrir 10 rd. á ári, og nokkru seinna XU stjórn-
arinnar fyrir 5 rd. á ári. Tullinius kaupmaður hafði
part stjórnarinnar á leigu 1862—72 og galt fyrstu 5
árin í leigu 100 rd. fyrir ár hvert, næstu 4 ár 20 rd.
og seinasta árið 100 rd, Tullinius og Svendsen hafa
látið taka þar mest upp, töluvert af tæru silfurbergi, en
þó mest af rosta. Svendsen lét flytja þaðan 50 smálestir
af rosta, en Tullinius 280 smálestir.
Hvergi finna menn jafntært og fagurt silfurberg
sem í Helgustaðafjalli, en þó íinna menn mola afsilfur-