Andvari - 01.01.1883, Side 62
60
Ferð uin
vötnum neðan til, en suður af sést ofan í Berufjörðiun og
brúnirnar á hálendisöræfunum, sem hér ganga mjög
háar fram í sjd víðast yfir 3000 fet á hæð; yzt til
suðurs sjást hvítar bungurnar á frándarjökli, en nær
sjó er allt klofið sundur í þverhnýptar hamratungur
milli fjarðanna, svo að mjög er bratt að steypa sér
niður frá hálendinu í þessa firði. Færri tindar eru á
fjöllunum sunnan við Berufjörð heldur en við firðina
þar fyrir norðan; brúnirnar alstaðar jafnar, nema Bú-
iandstindur (3338 fet), strend nýpa fremst á nesinu.
Grár líparít er í göngum og skriðum sunnan við
skarðið eius og íyrir norðan það. Síðan riðum við út á
Djúpavog fyrir framan Fossárdal yfir Fossá og svo út
með að sunnanverðu. Fossárdalur er alllangur dalur
og í honum 3 eða 4 bæir. jpegar riðinn er vanalegur
vegur, sést svo sem ekkert af dalnum, því að þverhnýpt
hamrabelti gengur þvert fyrir munna hans, en svo er
sléttara undirlendi fyrir ofan; hamrahöpt líkt löguð ná
og yfir mynnin á Hamarsdal og Geithellnadal. Fossá
er töluvert vatnsmikil og illa reið nema um fjöru, af
því að hún er riðin á eyrunum fyrir neðan hamrahaptið,
sem fyrr var nefnt. Hrjóstrugt mjög er fram með Beru-
firði að sunnan og eins nesið út af Búlandstindi, sem
Djúpivogur skerst upp í. Við komum seint um kveld
að Djúpavogi, og gistum hjá Valdemar verzlunarstjóra
Davíðssyni. þ>ar vórum við nokkra daga um kyrrt, til
þess að skoða landið í kring og bergmyndanirnar.
Berufjörður skiptist í tvær greinir innst, og er hin
nyrðri, sem gengur inn hjá Berufjarðar kirkjustað tölu-
vert lengri; upp úr dalbotninum þar fyrir innan gengur
fjallvegurinn Öxi í Skriðdal; syðri álman er að eins
breið vík við Fossármynnið og Fossárdalur upp af.
Fyrir aust.an og norðan Búlandstind skerst út nesið sem
Djúpivogur gengur norðan í; á því eru margir tangar
og víkur á milli, og fiúðir og sker hér og hvar fyrir
framan, en margar eyjar og sker suður af því. Á nesi