Andvari - 01.01.1883, Síða 64
62
Ferð um
allt í kring um þessar skriður, en sjálf skriðan rauðleit
með grænum, gulum og svörtum æðum. Niður við
sjóinn eru í görðum brimbarðir hnullungar af grjótinu
úr skriðunni, neðst svartir og dimmbláir basalthnull-
ungar, en ofar í fjörunni rönd af rauðu, gulu og hvítu
grjóti. Brimið hefir borið líparíthnullungana hærra
upp á ströndina, því að eðlisþyngd þeira er minni en
blágrýtisins, svo að steinvölurnar hafa raðazt eptir
þyngdinni.
Hamarsá er töluvert mikið vatnsfall, ámóta á slærð
og Hörgá; hún fær jökullit af nokkrum kvíslum, er
í hana faila frá frándarjökli. Eyrar eru mikiar við
ána fremst, og Hamarsfjörður að eins stutt vík. Að
Hamarsdal liggja há fjöll, og berghöpt og hólabungur
skýla honum að framan; þar eru 4 bæir, undiriendi
mikið og góð beitarlönd. Eigi sáum við neitt af dalnum
til muna fyrir þoku. J>rándarjökull suðvestur af
dalnum er að sjá sem ákaílega mikil fannbunga; eigi
kvað þó neinir skriðjöklar ganga út úr honum; hæsti
tindurinn á frándarjökli er Sunnutindur og sóst vel
efst úr Geithellnadal, eins og hamrakista að framan og
jökull á alla vegu.
Frá Hamarsá riðum við um Melrakkanes; þar er
mjög hrjóstrugt, stór björg og stuðlabergshamrar á víð
og dreif, rauðar og gular líparítskellur og ótal hellar á
milli; einn af hellum þessum er 20 faðma langur og í
honum var haldin þjóðhátíð 1874. Margir af hellum
þessum eru hafðir til fjárgeymslu; fjárhús eru um
þessar slóðir mjög léleg; eigi alls fyrir löngu vóru
engin fjárhús önnur en hellar, fjárræktin öll byggð á
útigangi, enda höfðu menn misst fjölda fjár um vorið,
svo að sumir vóru nærri öreigar; nokkuð af þessum
fjármissi er þó eflaust sjálfskaparvíti og að kenna illri
fjárhirðingu, því að lönd sýnast hór vera einkar vel
fallin til fjárræktar. — Geithellnaá er nokkru minni en
Hamarsá, en þó aiimikið vatnsfali, á henni er og tölu-