Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 67
aueturland.
65
breiðar stúkur inn af. í>að er einkennilegt, að standa
fyrir innan fossbununa, að sjá óðaflugið á vatninu og
heyra þrumuhijóðið; sífelldur úði og regn er í hellinum;
hann er holaður í basalt og rauð sunduretin leirlög á
milli innst í honum. — Hofsdalur er mjog langur;
innsti og efsti hluti hans, Innri-Bót, er grasi vaxin
engjaslétta, og dalbotninn luktur af hringmynduðum
hamrabeltum, er ganga í stöllum hvert upp af öðru;
svo enda tíestir dalir á austurlandi. Að norðanverðu
við dalbotninn eru há fjöli, Hrossatindar; sunnan við
dalinn eru enn hærri fjöll með löngum jökulbungum af
Hofsjökli; fyrir ofan dalbotninn er líka jökull, og undan
honum fellur Hofsá, eða þó réttar úr smávötnum við
jökulröndina, síðan fellur hún í ótal smáfossum niður
hamrabeltin niður í Innri-Bót.
]pað var ætlun mín, að reyna að komast yfir Hofs-
jökul í Víðidal, og fara svo um öræfin fyrir norðan
hann; það hittist svo vel á, að bóndinn á Hvannavöllum,
innsta bæ í Geithellnadal, Sigfús Jónsson, var við heyvinnu
hér í bótunum; hanu er gagnkunnugur í þessum
óbyggðum, og var fús á að fylgja okkur, því að liann
hafði opt farið í Víðidal til fjárleita og eins bak við
jökulinn.
Við riðum upp með jökulgili sunnan til við
dalbotninn, því að þar er eini færi vegurinn; komum
við brátt á jökul, gengum og teymdum hestana; færðin
var góð, hjarn sem lítið sökk í, en þó veitti mjög örð-
ugt að komast upp, því að snarbratt er upp gilið og
urðu menn og hestar opt að staldra við til þess að
kasta mæðinni; við vórum svo heppnir að allt var hulið
hörðum snjó og rnjög litið um jökulsprungur. Á kletta-
beltunum, sem stóðu upp úr jöklinum beggja megin við
giliö uxu alstaðar stórar jöklasóleyjar og grasvíðir. far
sem við fórum, er hvylft í jökulinn, nokkrir jökultindar
(Tungutindar) eru sunnan við hvylftina, en hájökullinn
Andvari IX.
O