Andvari - 01.01.1883, Page 74
72
Ferð um
hapt yfir dalinn þveran úr eintómum grjóthrúgum, þar
er hver strýtumyndaður hóllinn við annan, og er þeim
óreglulega hrúgað saman úr basaltsteinum, hraunmolum
og »líparít ■. fessir Skriðdals-haugar eru að öllum
líkindum myndaðir á ísöldinni, og eru til orðnir á þann
hátt er nú segir. Jökultangi breiður og flatur lá út
dalinn; á jökulröndina hafði safnazt grjót úr fjöllum í
kring eins og alstaðar er títt við jökla; sumt af grjóti
þessu lá í öldum, görðum og óreglulegum hrúgum fyrir
framan jökulröndina, sumt var uppi á henni í keilum,
því að opt bráðnar meira í kring um grjóthrúgur en
undir þeim, og verður þar grjótstrýta með ís innan í;
nú bráðnaði neðan af jöklinum hægt og hægt, svo að
hann drógst aptur; þá urðu grjóthrúgurnar eptir og
loks myndaðist vatn fyrir ofan, af því að vatnið úr
ísnum, er bráðnaði, stöðvaðist í lautinni fyrir ofan
grjótöldurnar; áin brauzt í gegn um hólana; við það
grynnkaði vatnið og fylltist af árburði að ofan, svo að
þar mynduðust eyrar og engjar. Svo eru ótal vötn til
orðin bæði hér á landi og annarstaðar. Eg get heldur
eigi betur séð, en að Vatnsdalshólar séu myndaðir á
sama hátt; eldgýgir eru þeir eigi, það er auðséð, og eigi
heldur skriða, því að slík skriða hefði ómögulega getað
átt sjer stað eptir vanalegum náttúrulögum; skriður hafa
opt fallið úr fjöllunum í kring, en þær hafa eðlilega
eigi getað farið svo langt Væru yztu hólarnir skriða,
yrðu þeir að hafa farið 15—20 sinnum lengri veg á liór
um bil jafnsléttu en hæð sú er, sem þeir korau frá.
Lögun hólanna mælir og á móti þessu. þ>að sem bezt
sýnir upprunann er grjótið í hólunum; það er eigi sams
• konar grjót og í fjöllunum næstu, heldur samsafn at'
•ýmsum grjóttegundum lengst ofan úr dal og jafnvel lengra
að ofan af hálendinu. Hóiarnir eru því að ætlun minni
að eins jökulleifar. Vatn er þar fyrir ofan (Flóðið), eins
■og í Skriðdal, og er það altaf að grynnka af árburðinum.