Andvari - 01.01.1883, Síða 97
austurland.
95
Ef dalirnir væru sprungur svo tilkomnar, að jarðlögin
hefði brotnað, þá yrðu jarðlögin að hallast frá þeim á
báðar hliðar, en þau liggja lárett gegn um alla firðina
og dalina; hefði jarðlögin sigið öðtu megin og svo
myndað sprungu, þá hefðu þau ovðið að ganga á mis-
víxl, en svo er eigi; sömu jarðlögin haldast á jafnri
hæð beggja megin við firðina. fegar breidd og dýpt
dalanna er nákvæmlega borin saman, þá getur hver
maður séð, að þeir eru eigi sprungur, heldur breiðar
dældir hvað þröngir sem þeir sýnast vera, því að breiddin
verður alstaðar margfalt meiri en hæðin, svo að dalirnir
eru eins og grunn trog í bergiðpf þegar menn standa í
dalbotni, hættir mönnum ávallt við að gera of mikið
úr hæðum dalbrúnanna, en sjá eigi fjarlægðina um dal-
botninn þveran. J>að er af þessu og öðru auðséð, aó
engin veruleg breyting hefir orðið á innbyrðis stöðu
jarðláganna, við það að dalirnir mynduðust; þar verður
því einhver jafn kraptur hægt og hægt að liafa holað
þessar dældir í bergið, og hlýtur það því að vera ís og
vatn, sem hefir komið þessu tilleiðar; íiestir jarðfræðingar
eru nú á þeirri skoðun, að vatn og jöklar á ísöldinni
hafi myndað flesta firði og dali. Upprunalega hafa
dalirnir verið íhvolfir og aflangir, eins og spænt, hefði
verið með bjúghníf úr berginu, eins og onn sést víða á
Grænlandi, þar sem jökull er nýþiðnaður úr dölum/ en
seiuna hafa myndazt brött standberg í hlíðunum ogstallar
upp að brúnum, af því að frost og leysingar hafa sprengt
smátt og smátt úr basaltlögunum, og þau klofna eptir
beinum fiötum. jpetta sést bezt í dalbotnunum; þeir eru
á austurlandi víðast hvar reglulega skeifulagaðir og eins
og holaðir niður í gegn um basaltlögin, en þegar nær kemur,
sjá menn eintóma smástalla hvern upp af öðrum, eius og
hringsvið í leikhúsi, og fossar steypast þrep af þrepi
niður í dalbotninn. Smátt og smátt þekjast dalbotnarnir
af árburði, vötn fyllast og þar verða grasi vaxnar sléttur