Andvari - 01.01.1883, Side 118
'
116 Um hinn lærða skóla
hafi kunnað eitthvað í bókinni og getað tafsað eitthvað upp
úr sjer uppi við svörtu töbluna, þá hefir sú kunnátta mest
líkzt þeirri, sem lærðir páfagaukar hafa, hjá öllum þorr-
anum; alla dýpri eigna skilnipg heíir vantað, öll verk-
leg notkun heíir verið lokuð úti, og þess vegna hafa
menn verið að spyrja um, hvers vegna allt þetta skuli
lært; það er eðlileg afleiðing fáfræðinnar. Síðan jeg
fór úr skóla heíir þetta lítið breytzt hvað kennsluna
snertir, — kennarinn er hinn sami enn —, en það sem
kennt er, er ekki hið sama; nýja reglugjörðin hefir
‘) kippt burtu — þríhyrningafræði, 2) lagt það fyrir, að
stærðafræði sje að eins kennd 4 fyrstu árin (áður öll)
og þar með sleppt til burtfararprófs, og 3) að rúmmáls-
fræði skuli byrja þegar í neðsta bekk; þetta þrennt er
nú að hyggju minni jafnmörg axarsköpt; að sleppa þrí-
hyrningafræði, er að sleppa sem því, einna nytsamast er og
skemmtilegast í allri stærðafræðinni; menn eiga að læra
um »ímgínerar« stærðir, »próportiónir« og »prógressiónir«
— sem jeg lasta eigi — en svo mikið sem að læra að
mæla hundaþúfu í túninu sínu — enn síður það sem
hærra er, það er hulinn leyndardómur; hvað mönnum
hafi gengið til þess að sleppa þessari fræði, get jeg ekki
sagt, enda fæst ekkert svar hjá reglugjörðinni um það.
fað þriðja, sem jeg nefndi, var, að námið í rúmmáls-
fræði skyldi byrja í 1. bekk; til þess að nema
hana, þarf, meiri skilning, meiri sjálfstæða hugsun,
heldur en þeir hafa almennt, sem eru í neðsta bekk; og
jeg veit það líka af eiginni reynslu að svo er; veturinn
minn seinasta í skóla veitti jeg tilsögn tvoimur piltum
í rúmmálsfræði, (það var fyrsti veturinn sem hún var
kennd í neðsta bekk), og vóru þeir báðir óheimskir og
ekki hrcin börn að aldri, og áttu þeir mjög erfitt með
að skilja bið allraeinfaldasta; en það kom tilafþví, aðþeir
höfðu eigi þá menntun nje hugsunarþroska, sem þarf til
þess að læra slíkt, og er það fulleðlilegt. Hjer afleiðir að