Andvari - 01.01.1883, Side 123
á íslandi.
121
yfirheyrslu ætlaðar daglega, hvort sem hún byrjar kl.
9 eða 8 á morgnana, og ætti eins vel við hið
fyrra; það mundi vera bezt fyrir alla, pilta og kennara,
enda veit jeg til þess, að keunarar Iiafa farið þess á
leit við skólastjórnina, víst einu sinni ef ekki optar, að
stundir byrjuðu í skólanum ekki fyrr en klukkan 9 í
skammdeginu, en sú rjettarbót hefir strandað á hærri
skerjum, sem fleira þai'flegt. Ef þessu yrði nú fram
gengt, þyrfti piltar ekki að lesa allt kveldið þaullestur
undir morgundaginn, en fengi tóm til þess að hnýs-
ast í ýmislegt, sem þeim íinnst skemmtilegt og á við
þeirra gáfna stefnu. Jeg man eptir því, að jeg átti opt og
einatt að berjast við þann efa, hvort jeg ætti að vanrækja
nokkuð af kennslugreinunum til þess að geta lesið það,
sem mjer þótti mest gaman að og átti bezt við mig;
en skyldan varð jafnan sigursælli og jeg varð að geyma
hitt til sumarsins eða sunnudaganna, sem ætti þó að
vera til liressingar og ljettis en elcki til hins. — Jeg
get því ekki annað en talið það eina hina heppilegustu
og þörfustu breytingu, sem gerð yrði; og það er svo
gott að vita, að eptir áætlun minni gæti menn lært
allt eins mikið og betur enda, en hingað til. — Annað
er það, sem menn sjá af skránni, og það er að söngtími
efri bekkjauna er ekki talinn með þeim 5 dagstundum, og
er það minna í varið. Enhitt er meira í varið, að með þeirri
skipun, er jeg hefi lagt til, er afgangs 1 vikustund á
5. og 6. bekk. hlú er annaðhvort að sleppa henni, en því
tekur valla, eða nota hana til einhvers, og vildi jeg heldur
það, en til hvers?; nú verð jeg að biðja friðsama menn að
hræðast eigi nje hneykslast; þessa einu vikustund tvö síð-
ustu árin legg jeg til að verði kennt eitthvað úr rjettar-
ástandi íslands, eins og það er nú, skýrð hin helztu lög,
sem snerta stöðu íslands í ríkinu, stjórnarskráin og
önnur merk lög t. a. m. sveita og safnaða lög; þetta er
alls ekki að kenna stjórnfræði, að búa pilta undir það