Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 125
á íslandi.
123
stað latínunnar ætti piltar að læra undir skóla eitthvað
annað og vildi jeg þá leggja til, að þýzka yrði tekin, og
kratizt í henni helztu málfræðisbeyginga, og lesinn kafii
svo sem 50 síður í 8 blaða broti.
«d, að hann hafi numið yfirlit yfir alla landafræðina»,
og «e, að hann hafinumið yfirlit yfir helztu viðburði í
veraldar sögunni og ágrip af Islands sögu.
Hvorttveggja þetta er svo heimskulegar kröfur, að
það tekur valla tali.
f>að er viðurkennt og liggur líka í augum uppi,
hvað það er fjarri öllu lagi, að láta unglinga og
börn byrja á yfirliti (ágripskennslan enn!) yfir við-
burði með tilheyrandi ártalaþulum, þar sem allt innra
samband, orsakir og afieiðingar hverfa alveg og allt
verður tómt minnisverk, því meira, sem ágripið er
minna; annaðhvort er að heimta einungis eins lands
sögu, og þá íslands sjálfsagt, til inntökuprófs eða ein-
hverja smákafla úr sögunni, merkustu tímabilin, til að
mynda krossferðir, þrjátigi ára stríðið, og þá nákvæmar
um þetta en ella; en hélzt mundi jeg leggja til að
íslandssaga vœri heimtuð og ekkert annað í sögu,
og jajnvel ekki nema t. a. m. fornöldin, en þá
noklmð greinilega; sama er að segja um landafræði,
þar œtti ekkert meira að heimta, en Islands landa-
frœði, eða þá álmennan inngang til landajrœð-
innar.
Að því er tekur til 13. greinar skal jeg geta þess,
að jeg hefi aldrei skilið það enn, hvers vegna ekki má
prófa við burlfararpróf í íslcnzku eða móðurmálinu
munnlega, eins og við öll önnur vorpróf, og vil jeg leggja
það ti), að það verði leitt í lög; að öðru leyti breytist
þessi grein, eins og cðlilegt verður, eptir því sem jeg
hefi áður fram selt. Og um 10. grein borna saman
við þessa grein vil jeg játa það, að jeg skil hana eigi