Andvari - 01.01.1883, Side 126
124
Uin iiinn lærða skóla
vel. Mjer þykir það rnjög heppilegt, sem áður hefir
verið og enn er að nokkuru leyti, að brottfararprófið
skuli vera tvískipt, þannig að fyrri hlutinn sje tekinn
við árspróf í 4. bekk og síðari hlutinn svo eptir tvö
ár. En eptir þeirri skipun sem jeg hefi lagt til, verða
þessar greinir til fyrra hlutans að eins 3, danska landa-
fræði og náttúrufræði, og skyldu einkunnirnar í þeim
teljast til burtfararprófs einkunna eins og áður, en
ekki til árprófs einkunna upp úr 4. bekk, eins og nýja
r.eglugjörðin ætlast til.
Við 14. grein er það athugavert, að liún heimta1'
eigi, að prófdómendur skulu vera eiðfestir. Af því að
starf þeirra er vandasamt, veitir ekki af, að vel sje búið
um bnútana; það þarf til þess mjög samvizkusama
menn, sem gera ekki einum hærra undir höfði en
öðrum; en samvizkusemin er aldrei of mikil og
fyrir henni liggja eða geta legið margar freistingar, en
skjalsettur eiður myndi tryggja hana enu betur og vera
henni sá varnarveggur, er engin venzl eða mægðir eða
frændsemi myndi geta unnið bilbug á; eða: ef eiður
getur ekki gert slíkt, þá getur heldur ekkert gert það,
— fyrir því œtti hver prófdómandi við burtjararpróf
að skrifa nafn sitt undir eiðskjal, er til tæki, að
hann ynni eið að því uð gefa vitnisburð eptir beztu
samvizlcu og án hlutdrœgm.
Við 16. grein hefi jeg að alhuga: þar er gert ráð
fyrir, að daglegar einkunnir sje gefnar um allan skólann;
nú veit jeg að þeim hefir verið sleppt í 5. og 6- bekk, og
verður það eigi álitið annað en heppilegt; einkunnagjöf
er góð fyrir börn og mætti hafa þær t. a. m. í 1. og2.
og ef til viil 3. bekk, en síðan eru piltar upp úr þess
kyns barnaskap vaxnir; þá hafa þær og geta ekki haft
tilætluð áhrif; sumir hugsa ekkert um þær og lesa
þeirra vegna eins lítið og þeir ætla sjer; aptur aðrir
lesa að eins fyrir þær, til þess að geta setið á efstu