Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 136
134
Um hinn lærða skóia
er, að takast umsjónina á hendur, og hinn sem áður er
fara frá; þetta er nú langóheppilegast; því að með þvf
móti geta þeir menn orðið umsjónarmenn, sem hafa
hvorki vit á nje vilja til að stjórna, og því getur ekkert
verra verið; aptur verður hins vegar ef til vill duglegur
umsjónarmaður að fara frá, þegar annar yngri kemur,
einmitt um það leyti, sem hann er búinn að koma sjer
á laggirnar, búinn að Iæra að stjórna og orðinn vel
þokkaður af piltum. Jeg vona að öllum sje nokkurn
veginn ljóst, hvað óráðlegt það þannig sje, að kennara-
embætti og umsjón sje falin einum og sama manni;
og að eina ráðið til þess að komast hjá þessu sje því
það, að skilja umsjónina aptur frá kennaraembœttinu.
J>að verður reyndar að fara þingleiðina til ráðgjafa, og
ætti þingmenn ekki að láta það hindra sig frá því, að
verða þessu samþykkir, að þeir hefði fyrir svo skömmu
samþykkt hitt; þeim er engin skömm, heldur mikill
heiður, að taka aptur það, sem þeir hafa »gert og
vitað ’, ef það sannast, að það á ekki við og er ófarsælt.
Ætti því þetta mál eða þessi breyting að fá góðar undir-
tektir hjá þingmönnum í sumar, ef það skyldi koma til
þeirra kasta, frá hverjum sem það kemur; sízt af öllu
ætti þeir að fara að orðum þeirra manna, sem tala eins
og sjera J>órarinn Böðvarsson talaði 1879 um reglugjörð-
ina nýju, sem hann þykist eiga faðernisfimmtung í, og
þykir svo sárt, að skuli vera fundið að. »Ann hver sínu,
sagði kall, hann kyssti fjalbögg sitt».
Hvað umsjónarmanninn snertir, þá eiga störf hans að
ná yfir alla reglu innan og utan skóla (nema í kennslu-
stundunum sjálfum) eins og hingað til heíir verið; hann
má eigi vera uppstökkur, reiðigjarn eða hranalegur,
heldur gætinn, siðvandur, og svo, að hann Iáti pilta
bera virðingu fyrir sjer, því að ella kann svo að fara
að hann bjóði eitt í dag, sem hann verður að taka,
aptur morguninn eptir, og af því leiði óþokka og mis-