Draupnir - 01.05.1903, Page 10
42
DRAUPNIR.
verur, sem hún elur önn fyrir, skuli vera í sí-
felldum ófriði innbyrðis". „Hverskyns hamingju-
geisli hefir leiftrað niður í sálu Elínar", hugsaði
Solveig. „Hún er orðin svo blíð og viðkvæm,
sem er ólíkt henni. Eggekkhingað með henni
til þess að komast eftir hörmum hennar, og
finna meðul við þeim, og ég skal því færa mér
þessa skapbreytingu hennar í nyt, áður en hún
harðnar aftur", og hún sagði: „Okkar eigin
afbrýðissemi veldur því, Ella mín. Því ef vér
gætum betur að, þá býr friðurinn og hamingj-
an ekki í þessu fagra, sem fyrir augun ber, en
í sálunni og stráir þaðan geislum sínum á allt
umhverfis. En svo ég víki aftur að efninu, sem
við hurfum frá, þá hlýtur eitthvað sérstakt að
valda sundurlyndi ykkar hjóna. Þorirðu ekki að
trúa mér fyrir því ?“
„Helzt mislíkar honum, að eg lúri oflengi
á morgna", svaraði Elín. „Þú ættir þá að gera
við því og hátta fyrri, svo þú missir ekki af
svefni þínum". Nú fauk aftur í Elínu, því hún
vildi ekki taka inn bragðill lyf, og hún sagði
með þjósti: „Það hefir mér aldrei dottið í hug
að láta eftir honum, ég þóttist gera nóg á móti
skapi mínu, þegar ég gekk að eiga hann, þó
ég með því fórnaði ekki frelsi mínu og þægindum,
því karlmennirnir eru svo blindaðir af eigingirni
og sérþótta, að þeim finnst að allt verði að lúta
þeim og þeirra óskum, án þess að þeir virði