Draupnir - 01.05.1903, Page 18
50 DRAUPNIR.
fyrir sálaraugunum í hvaða jarðneskri paradís
sem er“. „En hví þarftu Málmfríðar við?“
Elín leit til hennar og sagði: „Sérðu það
ekki ?“
Solveig sagði: „Af fögnuðinum yfir að
sjá þig, athugaði ég ekki hvernig þú leizt út.
Það er rétt eins og vér mætum vinum vorum
eftir langan tíma á andlegan hátt, vér vitum að
þeir eru hjá okkur, en hvort andiitsskapnaðurinn
eða vöxturinn er hinn sami, því förum vér fyrst
að taka eftir, þegar tveir eða þrír dagar eru
liðnir. Eg skal ljá þér Fríðu, ef hún vill fara
með þér“. Svo gengu þær heim.
Málmfríður samþykkti vistaskiftin, þótti fróð-
legt að ferðast í önnur héruð, og þær bundu
þetta fastmælum. Eftir stutta dvöl hjá æsku-
vinkonu sinni, fór Elín aftur heim til sín, án þess
að segja henni drauma sína.
Andi fyrirrennaranna.
Eitt mér vanta þykir þó,
um þelta efni fyrst vér tölum,
að hamingja sönn og hjartans ró
hún fæst ei með ríkisdölum".
Sig. Breidfjörd.
Á Hólum í Hjaltadal ríkti um þessar mund-
ir eins og einvaldskonungur, hinn harði og misk-
unnarlausi biskup Ólafur Rögnvaldsson, nafn-