Draupnir - 01.05.1903, Page 78
IIO
DRAUPNIR.
á fimmtudagsmorgni úti á hlaðinu. Veðrið var
dimmt og drungalegt. Biskup sagði:
„Eg er nú búinn að athuga mál þitt bæði
eftir bréfi Ólafs biskups og sömuleiðis eftir bréfi
erkibiskupsins, og eg er þeim samþykkur í því,
að um ábóta-embættið á Þverá getur ekki ver-
ið að tala fyrir þig. Það hvíla svo þungar sak-
ir á þér“. „Þetta barn, sem ég eignaðist?"
spurði prestur. „Bæði það og fjárþurð — en
sleppum nú því — um klaustrið er ekki að
ræða". „Þá er ég viss um, að Ólafi biskupi
hefði komið vel að eiga afkvæmi, sem gengi í
hans göfugu spor, ef hann hefði átt kost á, og
fé hans er féþurð verra", svaraði prestur. Bisk-
up lét sem hann heyrði þetta ekki, en sagði:
„Það eru til nógir aðrir staðir fyrir þig en
Þverárklaustur og Grenjaðarstaður. Ólafur bisk-
up hefur sagt mér, að þú værir í mörgu hæfur
maður og eitt klaustur er ekki öðru ypparlegra.
En eins og þú sérð, þá standa hér tveir hestar
söðlaðir handa okkur, því eg þarf að ríða á
næsta bæ og á leiðinni skulum við ræða þetta
mál betur". Um leið og biskup sagði þetta, sté
hann á bak og þeir riðu úr hlaðinu; prestur
sagði um leið hálfhátt við sjálfan sig: „Egskal
heita á hið fátækasta klaustur á landinu að gefa
því jörð, ef Norðurland losast við Hólamein-
vættið innan 24 mánaða”. Biskup lét, sem hann
heyrði þetta ekki. Presti þótti illt að þurfa að